upcoming - framundan

EXHIBITION / SÝNING
17-05 / 22-06 OPNUN 17. maí 2025
Jöklablámi (Glacier Blue)
Jöklablámi er margmiðlunarsýning, tileinkuð fyrsta Alþjóðaári jökla. Uppistaða sýningarinnar er myndefni (ljósmyndir og myndbönd) af jöklum Hornafjarðar sem Þorvarður Árnason hefur skapað/safnað í næstum tvo áratugi, einkum þá að vetrarlagi. Þorvarður er forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Höfn í Hornafirði og hefur ferðast víða um jökulheima Hornafjarðar, dvalið þar, notið ægi- og ævintýrafegurðar og leitast við að fanga litadýrð jökla og mikilfengleika þeirra með ýmis konar myndavélum. Jöklamyndir hans eru, í senn, vitnisburður um veröld sem var – jöklalandslag sem nú er óðum að hverfa – og tilraunir til að ná utan um margvíslega, einstaka fagurferðilega þætti sem undirbyggja sjónræna upplifun af jöklum. Sýningin dregur nafn sitt af sérstæðum bláum lit – jöklabláma – sem alla jafnan er aðeins sýnilegur um hávetur, eftir að jökulísinn hefur undirgengist ákveðin árstíðabundin hamskipti. Jöklablámi hefur óhjákvæmilega sterka skírskotun til yfirstandandi hamfararhlýnunar en veltur um leið upp áleitnum spurningum um nauðsyn á aukna samtali vísinda og lista varðandi aðgerðir gegn slíkum hamförum.
Jöklablámi er sjálfstætt framhald sýningarinnar Blámi sem sett var upp í Listasafni Svavars Guðnasonar árið 2023 og þar sem áhersla var lögð á samtal og samvinnu við aðra lista- og fræðimenn.
Sýnendur Jöklabláma eru, auk Þorvarðar, Þóranna Dögg Björnsdóttir, Konstantine Vlasis og Gústav Geir Bollason, ásamt fimm ungum frönskum listamönnum og -nemum, Leila Vilmouth, Clara Midon Gomez, Miä Brenguier, Céleste Philippot, Paulinea Brami sem taka þátt í þverfaglegri vinnustofu sem skipulögð var í tilefni sýningarinnar
-------------------------------
Jöklablámi (Glacier Blue) is a multi-media exhibition, dedicated to the first International Year of Glacier Preservation. The exhibition is mainly founded on images (photographs and videos) of the outlet glaciers of Hornafjörður, SE Iceland, which Þorvarður Árnason has created/collected for almost two decades, mainly then during the winter. Þorvarður is the Director of the University of Iceland´s Hornafjörður Research Centre. He has travelled widely in the glacial landscapes of this region, to dwell there, experience the strange beauty of such landscapes, and capture images which can represent their rich colour palette and magnificence. The images bear witness to a rapidly disappearing world, at the same time as being experiments to explore and understand certain aesthetic features and elements that underlie the visual experience of glacial landscapes. The name of the exhibition refers to a specific color – “glacier blue” – which is usually only apparent during the winter, when the glaciers have undergone a certain seasonal metamorphosis. Jöklablámi inevitably has a strong reference to ongoing catastrophic climate change but also raises critical questions about the necessity of an increased dialogue between Science and Art with regard to such calamities.
Jöklablámi is an independent continuation of the exhibition Blámi (Blueness) which was shown in the Svavar Guðnason Art Museum in 2023 and where Þorvarður placed high emphasis on dialogue and collaboration with other artists and scholars.
In addition to Þorvarður, the team behind Jöklablámi includes Þóranna Dögg Björnsdóttir, Konstantine Vlasis and Gústav Geir Bollason, as well as five young French artists, Leila Vilmouth, Clara Midon Gomez, Miä Brenguier, Céleste Philippot, Paulinea Brami, who are participating in an interdisciplinary workshop, organized in connection with the exhibition.
Sýningin er styrkt af / sponsors: Sóknaráætlun Suðurlands og/and Háskóla Íslands.
SSNE, Myndlistarsjóður, Hörgársveit, Menningarsjóður KEA og/and Landsbankinn styrkja/sponsor Verksmiðjuna 2025.