UPCOMING / FRAMUNDAN

30. ágúst
Áki Ásgeirsson
Afmælistónleikar og sýningaropnun
Á þessari sýningu verður frumflutt nýtt hljóðverk eftir Áka Ásgeirsson
(1975) sem ber heitið 120°.
120° er hljóðinnsetning sem er án upphafs og endis. Hljóðfærin eru
tölvustýrð og sjálfspilandi, en háð hvoru öðru og áheyrendum. Framvinda tónlistarinnar er hæg en umlykjandi, hún á sitt innra lífkerfi en einnig ytri líkama hljóðfæranna sem lifa saman í þessu stóra ómandi rými, einskonar vistkerfi hljóðs, tóna og hryns.
Á opnuninni, laugardag 30.ágúst, verða tónleikar þar sem Áki flytur valin tónverk frá síðustu 5 árum.
Sýningin stendur til 14. september
Á þessari sýningu verður frumflutt nýtt hljóðverk eftir Áka Ásgeirsson
(1975) sem ber heitið 120°.
120° er hljóðinnsetning sem er án upphafs og endis. Hljóðfærin eru
tölvustýrð og sjálfspilandi, en háð hvoru öðru og áheyrendum. Framvinda tónlistarinnar er hæg en umlykjandi, hún á sitt innra lífkerfi en einnig ytri líkama hljóðfæranna sem lifa saman í þessu stóra ómandi rými, einskonar vistkerfi hljóðs, tóna og hryns.
Á opnuninni, laugardag 30.ágúst, verða tónleikar þar sem Áki flytur valin tónverk frá síðustu 5 árum.
Sýningin stendur til 14. september
______________
Tónskáldið og listamaðurinn Áki Ásgeirsson býr til sín eigin tölvustýrð hljóðfæri, hugbúnað og hljóðinnsetningar ásamt því að semja verk fyrir hefðbundin hljóðfæri. Hann er virkur í íslenskri tilraunatónlist sem tónskáld, hljóðlistamaður og flytjandi. Áki er með bakgrunn í tónlistarspuna, raftónlist, kóðun og kerfisbundinni tónlist og er jafnframt virkur í samstarfi við aðra listamenn frá ólíkum hornum listheimsins.
Áki er einn stofnanda S.L.Á.T.U.R. og raflistahátíðarinnar RAFLOST. Áki hefur frá 2005 starfað sem kennari í tónslistarforritun, hljóðlist, tónsmíðum og miðlatengdum raflistum. Tónlist Áka hefur hlotið athygli í tilraunatónlistarsenunni og verið flutt víða um heim.
https://aki.is/
on going / yfirstandandi

03.07-28.08
Out of Perfect Context
ÚR FULLKOMNU SAMHENGI
Artists / Listamenn:
Philippe-Aubert Gauthier & Tanya St-Pierre
+ Julie Tremble
Curator / Sýningarstjórn: France Choinière

PUBLICATION

DREAM RUINS / DRAUMARUSTIR
The book about Verksmiðjan - Bókin um Verksmiðjuna
FOR SALE / TIL SÖLU
in the Factory and the Eymundsson bookstores - Reykjavík & Akureyri.
Also Hafnarhús, Kjarvalsstaðir and Akureyri Art Museum.
Draumarústir er bók um listamannarekna rýmið Verksmiðjan á Hjalteyri. Í bókinni er farið ofan í þann hugmyndaheim sem að liggur að baki stofnun Verksmiðjunnar sem listamannarekins rýmis. Sérstaða verkefnsins, þróun starfseminnar og samhengi er tekið til skoðunar. Í bókinni eru fjölmargar ljósmyndir af listaverkum á sýningum í Verksmiðjunni og af sýningarrýminu sjálfu.
RITSTJÓRI: Margrét Elísabet Ólafsdóttir




