16.07 / 01.08 2016

PIERRE COULIBEUF
«THE WORLD IS AN ENIGMA» 

Artwork: interpretation: possible universe
C’est une expérimentation. C’est la confrontation de l’image fixe et de l’image en mouvement, la photographie et le cinéma. Le problème pour moi est toujours le même : il est dans cette idée du passage - passage d’une discipline à une autre, d’un protocole à un autre, d’une vision à une autre... Quel était le projet ? Reconstruire, au moyen d’une fiction cinématographique, la chaîne d’images mentales qui fait surgir les images du photographe.
//
This is experimentation, the confrontation of the fixed image with the image in motion, the photograph and cinema. For me, the problem is always the same: it is in this idea of passage—going from one discipline to another, from one protocol to another, from one vision to another... What was the project? Reconstructing, by means of a film fiction, the chain of mental images triggered by the photographer’s images.

Sýningin  samanstendur af 4 vídeóinnsetningum: «Somewhere in between 2004/2006» Tilraunakennd mannlýsing. Í verkinu er rannsóknum danshöfundarins Meg Stuart snúið yfir í skáldskap. Titli þess er ætlað vekja upp tilfinningu tómleika; «the Warriors of Beauty 2002/2006» sækir í leikhúsheim Jan Fabre. Völundarhúslaga með mörgum inngöngum, þar sem að ótrúleg Ariadne í brúðarkjól ("the demon of passage" ?) leiðir og afvegaleiðir áhorfandann um framandi heim sem að einkennist af hamskiptum, stríðandi hvötum, tvöföldunum, skrumskælingu, trúarathöfnum og fjarstæðum; «A Magnetic Space 2008» innblásin af veröld kanadíska danshöfundarins Benoît Lachambre’s, verkið fer inn á svið hins yfirnáttúrulega. Samspil margvíslegra krafta tengir persónurnar við elementin – loft, vatn, plöntur og steina - sem leiðir til undarlegra en eðlislægra líkamshreyfinga. Þessar persónur ferðast um segulmagnað rými þar sem að líkamstjáning tekur við af tungumálinu; «Le Démon du passage 1995/2006». Myndin er innblásin af heimi franska listamannsins og ljósmyndarans Jean-Luc Moulène. Er þetta lögreglu ráðgáta eða annars leikur ástarinnar ?… Eitthvað er um það bil að verða til á yfirborði óreiðunnar, til samræmis ókunnuglegri og torskilinni þraut sem erfiðar í áttina að lausn… ýjar að Hugmynd… teiknar upp Fígúru… Röð undarlegra tákna samtengjast í andrúmslofti (falskrar) fjársjóðsleitar… Einhverskonar myndletur birtist hingað og þangað, tengist óvænt og dregur upp Fígúrur á hreyfingu...Hefðbundnar fagurlista kategoríur (andlitsmynd, landslag, nekt, kyrralíf) með hverju Jean-Luc Moulène vanalegast hugsar upp myndir sínar, eru túlkaðar að nýju í kvikmyndinni

Kvikmyndaverkið - sem líking - er handahófskennd umritun á innri sýn. Eins og birtingarmynd hugsunar, afurð hverfulla krafta. Í skapandi sýn er brotum raunveruleikans raðað saman. Heimurinn er lygi. Kvikmyndaverkið býr til heim. Heimurinn sem að kvikmyndaverkið kallar fram er ekki uppfærsla á raunveruleikanum heldur endurvarp hans.
Raunveruleikinn er ekki lengur eitthvað auðþekkjanlegt, hughreystandi. Þvert á móti. Í gegnum þessi verk miðar sýningin að því að benda á hversu tengsl manneskjunnar við heiminn geta verið torráðin, og heimurinn sjálfur óviss, dularfullur og erfiður að henda reiður á. Kvikmyndaverkið, langt frá því að þykjast gefa heiminum merkingu, getur eingöngu bergmálað undarlegan kunnugleika.
Sérhvert verk sem að gert er ráð fyrir á þessari sýningu reynir að líkja eftir þankagangi, hvöt eða viðhorfi, umhugsun og umorðun, tilfinningu eða uppnámi; með öðrum orðum, líkja eftir ( miðla ) ósýnilegum geðshræringum. 
Á opnun var sýnd sérstaklega kvikmyndin Crossover (2009) með Ernu Ómarsdóttur og PONI
Back to Top