05.07 / 28.07 2013
Elísabet Brynhildardóttir
Guðrún Benónýsdóttir
Selma Hreggviðsdóttir


Það fer varla framhjá neinum sem kemur á Hjalteyri hversu þung og yfirgnæfandi Verksmiðjan er líkt og kastali eða virki.
Síldarverksmiðjan á Hjalteyri er þó ekki einungis bygging, heldur verkfæri.
Ekki bara hús með fjórum útveggjum heldur er öll byggingin hugsuð með ákveðið hlutverk í huga. Hver veggur, súla, lúga og op hefur einhvern ákveðinn tilgang, eitthvert ákveðið notagildi.
Innsetning okkar í rými verksmiðjunnar er monument um sköpunarsögu þessa hús, ferlið og framkvæmdirnar sem beitt var við verkið. Kastalinn sem rís í myrkrinu stendur sem minnisvarði ákveðins þennsluástands sem myndast við framkvæmdir stórra drauma. Allir leggja sitt að mörkum, strúktúrinn rís, verkfærið er gangsett, margir taka höndum saman og vinna að settu markmiði. Við sjáum draumakastalann í hyllingum og um stundarsakir er okkur borgið meðan reykurinn liðast úr verksmiðjureykháfunum.
En reykur kólnar eins og gamlir draumar og beinagrind skýjaborganna býr til skuggamyndir í landslaginu.
Það liggur þó ákveðin fegurð í tómum byggingum með horfið hlutverk. Þær birtast sem öfugir pýramídar þar sem töfrarnir liggja í anda uppbyggingarinnar og í krafti möguleikanna.
Sköpunin er í andstæðunum og upp úr rústunum rís nýtt afl.

Back to Top