07.05 / 28.05 2016
Kaktus/Norðlenskir listamenn/Fullorðið fólk í Verksmiðjunni á Hjalteyri.
Fritz Hendrik IV, Snædís Malmquist, Berglind Erna Tryggvadóttir, Hjálmar Guðmundsson, Harpa Finnsdóttir, Hildur Ása Henrýsdóttir, Indriði Arnar Ingólfsson, Rúnar Örn Marinósson, Kristín Helga Ríkharðsdóttir, Gylfi Freeland Sigurðsson, Salvör Sólnes, Geirþrúður Einarsdóttir, Katrín Helena Jonsdóttir, Árni Jónsson, Jón Laxdal, Arnar Ómarsson, Hlynur Hallsson, Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Ívar Freyr Kárason, Heiðdís Hólm, Lefteris Yakoumakis, Joris Rademaker, Vikar Mar, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, Arnfinna Björnsdóttir, Anne Balanant, Áki Sebastian Frostason,
Brák Jónsdóttir, Freyja Reynisdóttir, Hekla Björt Helgadóttir og Jónína Björg Helgadóttir.
Fjórtán útskriftarnemar úr Listaháskólanum eru á ferðalagi norður, á vit ævintýranna. Á Hjalteyri hitta þeir fyrir Kaktus hópinn og taka þau höndum saman við framkvæmd næstu samsýningar í Verksmiðjunni. Það verður glæsileg sýning sem að mun bera titilinn «FULLORÐIÐ FÓLK»
Hópurinn á bak við listarýmið Kaktus í Listagilinu á Akureyri dvelur í Verksmiðjunni á Hjalteyri allan maímánuð og stendur fyrir nýrri sýningaropnun um hverja helgi. Nú þegar er þar fyrir sýningin «Norðlenskir listamenn» og svo þeirra eigin sýning sem stöðugt tekur breytingum og stækkar enda hafa Kaktus meðlimir flutt vinnustofur sínar tímabundið í Verksmiðjuna svo gestir geta skoðað sýningar en einnig fylgst með framvindunni.
Listahópurinn KAKTUS samanstendur af sex ólíkum listamönnum, en það eru Anne Balanant, Áki Sebastian Frostason, Brák Jónsdóttir, Freyja Reynisdóttir, Hekla Björt Helgadóttir og Jónína Björg Helgadóttir. Þau stofnuðu saman lista- og menningarýmið Kaktus í mars árið 2015, en þau reka rýmið í sameiningu ásamt því að hafa sýnt saman.
Dagskrá mánaðarins:
07. - 08. maí : Kaktus - Stingur í augun
14. - 15. maí: Norðlenskir listamenn í bland við Kaktus
21. - 22. maí: Kaktus fær til liðs við sig lokaársnema úr Listaháskóla Íslands
28. maí: Listahátíðin Ymur, sem er bland af tónlist, innsetningum, gjörningum og vídeólist.
14. - 15. maí: Norðlenskir listamenn í bland við Kaktus
21. - 22. maí: Kaktus fær til liðs við sig lokaársnema úr Listaháskóla Íslands
28. maí: Listahátíðin Ymur, sem er bland af tónlist, innsetningum, gjörningum og vídeólist.