07.05 / 12.06 2022
- INNAN RAMMANS - Film & videoinstallations
Artist-Filmaker/listamaður: Michaela GRILL
Curator/Sýningarstjóri: Gústav Geir Bollason
Text/Texti: Kari Ósk Grétudóttir
COLLECTING GLIMPSES OF LIGHT
Michaela Grill Inside the frame . The Factory in Hjalteyri
The true picture of the past flits by. The past can be seized only as an image which flashes up at the instant when it can be recognized and is never seen again. On the Concept of History, Walter Benjamin.
The artist Michaela Grill works mostly with video installations and live performances in collaboration with musicians and in recent years she has been working in a close collaboration with the musician Sophie Trudeau.
Michaela finds her visual material in remote and hardly accessible places like the Antarctic and the arctic or while taking walks in nature. She also collects materials in Film archives, both from feature films and science and nature documentaries. In her film works the past reveals itself through flickering images, nature wriggles and can be seen as through the eyes of other creatures with different senses and perceptions, forest landscapes are mirrored in a lake and transform into ocean flora, polar landscape melts and freezes by turns, or is this perhaps cloud landscape? despair reaches its highest point and stays there, rusty whaling vessels become wounded whales, the images refuse to give in to the centrifugation of History.
When the constant stream of thought pauses the dialectic picture can arise. Michaela tears the images out of their frame of narrative and alternately speeds up and slows down their pace in order to free them from their cinematic flow, this is magnified with the intensity of the audiovisual interplay.
In this audiovisual exploration both the past and nature gets a chance to actualize itself. Sound, light, shadows, forms, color and motion collide, wrestle and play inside the frame. The images are not only given a new meaning, even more so they gain a new function. They tell us something new, not about us but first and foremost about themselves.
////////////////
AÐ SAFNA LJÓSBROTUM
Í tilefni að sýningu Michaelu Grill Innan rammans í Verksmiðjunni á Hjalteyri
Hin sanna mynd fortíðarinnar þýtur hjá. Í fortíðina verður ekki haldið nema sem leiftrandi mynd sem kennsl verða borin á eitt augnablik en síðan aldrei meir. Walter Benjamin. Um söguhugtakið.
Myndlistarkonan Michaela Grill vinnur myndbandsinnsetningar og lifandi performansa í samstarfi við tónlistarmenn og síðustu ár hefur hún átt í nánu samstarfi við tónlistarkonuna Sophie Trudeau.
Sjónrænan efnivið finnur Michaela á afskekktum og óaðgengilegum stöðum líkt og á suður- og norðurheimskautunum eða á göngu sinni í náttúrunni. Einnig leitar hún fanga á kvikmyndasöfnum, bæði í bíómyndir og vísindalegar náttúrulífsmyndir.
Í myndbandsverkunum birtist fortíðin í flöktandi myndbrotum, náttúrufyrirbæri snúa upp á sig og eru jafnvel eins og séð með augum annarra lífvera með annarskonar skynjun, skóglendi er snúið á hvolf og umbreytist í sjávargróður, landslagið á heimskautunum bráðnar og frýs á víxl og myndar eilíflega ný form, eða er þetta ef til skýjalandslag? örvænting nær hápunkti og dvelur þar, ryðguð hvalveiðiskip taka á sig mynd særðra hvala, myndirnar neita að láta undan skilvindu Sögunnar sem vill hafna þeim og gleyma.
Það er þegar hugsunin stöðvast í spennumettaðri afstöðu sinni að hin díalektíska mynd birtist skrifaði Walter Benjamin. Michaela rífur myndbrotin út úr frásagnarramma sínum og magnar upp hreyfingar eða hægir á þeim til að losa myndirnar undan hefðbundnu kvikmyndalegu flæði þeirra. Tónlistin í verkunum er þess eðlis að hún leyfir áhorfandanum aldrei að falla í sætbeiskan brunn tilfinningaseminnar. Myndirnar eru hvorki nostalgískt endurlit eða upphafning heldur fær fortíðin og náttúran að aktúalísera sig í verkunum. Hljóð, ljós, skuggar, form, litir og hreyfing takast á innan rammans. Myndirnar fá þannig ekki aðeins nýja merkingu heldur öðlast þær nýja virkni. Þær segja okkur eitthvað nýtt, ekki eingöngu um okkur, heldur fyrst og fremst um sig sjálfar.