15.05 / 20.06 2021
The exhibition includes the works of 8 artists based in Iceland, Sweden and Austria. The artists work with various mediums, ranging from audio installations, photography, sculpture and video.
Átta listamenn, búsettir í Svíþjóð, Íslandi og Austurríki, taka þátt í sýningunni og vinna með skúlptúr, ljósmyndir, hljóðinnsetningar og vídeó. Nánari texti um þema sýningarinnar er að finna hér að neðan.
Artists / Listamenn
Johannes Wahlström
Klængur Gunnarsson
Kristina Lindberg
Ksenia Yurkova
Lars Dyrendom
Logi Leó Gunnarsson
Maria Safronova Wahlström
Olof Marsja
Johannes Wahlström
Klængur Gunnarsson
Kristina Lindberg
Ksenia Yurkova
Lars Dyrendom
Logi Leó Gunnarsson
Maria Safronova Wahlström
Olof Marsja
Curator / Sýningastjóri: Maria Safronova Wahlström.
For Sure / Fyrir víst
The day grows grey.
And we know for sure what the difference is.
And we know for sure what the difference is.
Every single person running to their job in the Monday morning sleet knows, and all the children playing in their muddy kindergarten yards know. The news anchor on TV’s evening news knows, and the bus driver knows. The librarian knows, and the museum curator knows. The engineering student in the café knows, and the alcoholic sleeping by the tram stop knows if you wake him. The writer on the radio program knows, and your mom knows.
We all know - what the difference is between us and them. We have no doubts about what and who we actually are, and we see others very well. The days grow grey, but not our beliefs. They will stay strong, in the bright light of self-affirmation, and they will guide us through the twilight of uncertain times.
The exhibition FOR SURE ventures into the deep unknown, and boldly goes where no man has gone before. At least of free will.
To explore who we are and what we are.
To explore who we are and what we are.
No, not through the navel in search for our "inner selves", but something much more scary.
The artists gaze, sometimes with a twitch, or is it a blink, or maybe a twinkle, or perhaps it's just something stuck in the eye, into our own societies, into our collective beings, in search for the boundaries of the social bodies they belong to and from there they sketch the contents.
Sort of like if you were swallowed by a whale and asked to describe it from the inside, only without the swallowing part, as you've always been in it, and you have a faint suspicion that this whale thing that people keep going on about might actually have stranded quite some time ago.
//
Dagurinn verður grárri eftir því sem á hann líður. Og við vitum fyrir víst hver munurinn er.Hver einasta manneskja sem hraðar sér í vinnuna í slyddunni á mánudagsmorgni veit það, og öll börnin sem leika sér í forugum leikskólagörðunum vita það. Fréttaþulurinn í kvöldfréttum sjónvarpsins veit það og strætisvagnabílstjórinn veit það. Bókasafnsvörðurinn veit það og sýningarstjórinn á listasafninu veit það. Verkfræðineminn á kaffihúsinu veit það og útigangsmaðurinn sem sefur við lestarstöðina veit það ef þú vekur hann. Pistlahöfundurinn hjá útvarpinu veit það og mamma þín veit það. Við vitum það öll – hver munurinn er á okkur og þeim.
Við efumst ekki um hvað og hver við erum í raun, og við sjáum aðra mjög skýrt. Dagarnir verða grárri en það verða hugsjónir okkar ekki. Þær standa sterkar, í skæru ljósi sjálfsöryggis, og þær munu vísa okkur veginn gegnum rökkrið á óvissutímum.
Sýningin Fyrir víst hættir sér ofan í dýpi hins óþekkta, og fer djarflega inn á áður ókannaðar slóðir. Að minnsta kosti hefur enginn kannað þessar slóðir af fúsum og frjálsum vilja. Til að rannsaka hver við erum og hvað við erum.
Nei, ekki með naflaskoðun í leit að okkar „innra sjálfi“ heldur einhverju mun óhugnanlegra.
Rannsakandi augnaráð listamannsins, stundum truflað af fjörfiski, eða er þetta blikk, kannski blik, eða er jafnvel eitthvað fast í auganu, í okkar eigin samfélögum, í samofinni tilvist okkar, í leit að mörkum þess samfélagskima sem við tilheyrum og þaðan geta þeir dregið upp mynd af inntakinu.
Næstum eins og hvalur hefði gleypt þig og þú sért beðinn um að lýsa hvalnum innan frá, en þó án þess að þú hafir í raun verið gleyptur þar sem þú hefur alltaf verið innan í hvalnum, og þig grunar að þetta hvala-dæmi sem fólk er alltaf að tala um hafi strandað fyrir löngu.
Text / Texti: Maria Safronova Wahlström & Johannes Wahlström.
Translation / Þýðing: Þórdís Aðalsteinsdóttir.