15.06 / 28.07 2019           Hvernig hefurðu það?  eftir Godard

Artists: / Listamenn: 
ERIC BAUDELAIRE 
LOUIDGI BELTRAME
SAFIA BENHAÏM 
WANG BING 
NICOLAS BOONE
JEAN- LUC GODARD
PAUL GRIVAS 
PARFAIT KABORÉ
LAMINE AMMAR KHODJA
LECH KOWALSKI
ALLAN SEKULA 
MARIE VOIGNIER

Curators/ Sýningarstjórar: Pascale Cassagnau, Gústav Geir Bollason
Text: / Texti: Pascale Cassagnau (see below)
How's it Going/Comment ça va? After Godard.

The Comment ça va? D’après Godard project and programme draws on the eponymous 1978 film by Jean-Luc Godard ("How's It Going?") to showcase documentaries and informational films that demonstrate an ability to transcend time and capture the essence of truth and reality, not as a means to an end, but rather as tools and resources that forge a path, undertake a journey through a complex political landscape. All the works here are elaborated as virtual meta-essay on the communication process.
In Comment ça va? (1978, 70’), a wide-ranging cultural implications movie, Jean-Luc Godard filmed an exchange between the editor of a communist and trade unionist newspaper and his colleague, a left-wing activist, as they put together a piece designed to show the processes involved in producing their daily paper. The film is about politics and the media, in which two workers in a newspaper plant attempt to make a film. Combining video and film, Comment ça va? is a dialectic on the dissemination and the processing of information, a movie about the transmission of ideas by the major media..
The pair disagree on how information ought to be handled, and in particular on how two specific images should best be used and captioned. The first shows civilians and soldiers in conflict during Portugal's Carnation Revolution, and the second a clash between strikers and French anti-riot forces during a protest.
While the film succeeds in 'exposing' all the complexities of the ideological tensions and dissent that divide France's left wing, through the editing and sense of movement it also dissects the rhetorical dimension at play when news is written.
Comment ça va? (How it is going?) asks Comment ça va le cinema? ( How is the cinema going?) as well. With Comment ça va ?How it is going?, Jean-Luc Godard was reaffirming an aesthetic programme, a thought by the media and the cinema.
The works that feature in the Comment ça va? D’après Godard line-up put forth a certain number of hypotheses that simultaneously touch upon a cross-section of the various motifs inherent to contemporary art, the artistic process itself, and the scope for narrative in doing justice to "stories that cry out to be told", to use a turn of phrase coined by the philosopher Paul Ricoeur in Temps et Récit I. This is a collection of films anchored in conscious thought.

Films/Screenings: About a nomadic form of cinema.
Among all the parallel histories which have been woven between contemporary art and the expanded field of creation, the mutual relationships between cinema and art have played an essential role throughout the aesthetic history of the twentieth century, producing an analysis of images and of the mass media as well as a critique of representation. A certain number of contemporary works in the field of video or motion pictures make explicit references to cinema in various ways which designate a set of common hypotheses concerning representation and which Serge Toubiana primarily defines as motion. He says: “cinema is motion, it is a way of going with reality, of perceiving part of it, of following its course and of marking it with signs.” Even though dialogues between art and cinema go from contemporary art towards cinema, they also designate a move from cinema towards contemporary art with the invention of Unidentified Filmed Objects (another kind of UFOs).
For a few years interactions between contemporary art and documentaries have proved particularly fecund because documents and archives considered as an issue and a method have constituted a true mental horizon of empirical data and marks of historicity. This applies to art and cinema alike.
The territory of documentaries reveals a working process common to artists and film-makers – the fact that they set up film elements in a non-linear way and outside purely narrative structures. In that regard, the relationships between documentaries and reality or narration are always critical and ambiguous.
The horizon of contemporary works of art or cinema – be they close to the audience or more remote – constitutes a specific meta-aesthetic frame due to the fact that entities of universality and wholeness have been irrelevant for a long time. A long time ago they gave way to entities of intersubjectivity and personal re-appropriation of History and individual stories.
The own nature of documents could be defined as a value for claiming back forms of subjectivity and historicity. Cinema is now part of the definition of the new conditions of subjectivity, when everyone can write their own biography and claim back their own identity in tight relationship with other people.

The program of video films conceived in the framework of Comment ça va? How it is going? aims to present works that look at the question of information, of which Jean-Luc Godard ‘s film speaks. The works chosen belong to the realm of the new documentary practices that are representative of contemporary french creation in its wider context. These works also show a specific architecture, the architecture of the media, overturning the form of the information in order to criticise the ideological and rhetorical dimension, as well as its effects of violence. The works show a political approach to filmic narrative that sketches a politics of the subject. The work of the image, the way of making editing , the fragmentation, the reference to the filmic space are their most decisive concerns.
With*:
-Eric Baudelaire, L'Anabase de May et Fusako Shigenobu, Masao Adachi et 27 ans sans images, 2011, 66'
-Louidgi Beltrame, Energodar, 2010,36', Gunkanjima, 2010, 33'
-Safia Benhaïm, La Fièvre , 2014, 40’.
-Wang Bing, 15 Hours, 2017,15h ( 2x7h50)
-Nicolas Boone, Hillbrow, 2014, 32’; Psaume,2015, 41'; Las Cruces, 2018,29'
-Jean- Luc Godard, Reportage amateur ( maquette –expo), 2006, 47'
-Parfait Kaboré, Place à la révolution, 2017,84'
-Lamine Ammar Khodja, Demande à ton ombre, 2012, 82'
-Lech Kowalski, I Pay for Your Story, 2015, 86’
-Allan Sekula, The Lottery of The sea, 2006, 27'44''
-Marie Voignier, Hearing, The Shape of the Drum, 2010, 17'
+Special screenings:
Paul Grivas, Un film catastrophe ( 2018) et Jean Luc Godard, un Film Socialisme , 2010 .
* All films are supported by the Center for contemporary art- Image Mouvement committee or purchased
Pascale Cassagnau
Hvernig hefurðu það? - Comment ça va? Eftir Godard

Sýningarverkefnið Comment ça va? D’après Godard dregur nafn sitt af samnefndri kvikmynd eftir Jean-Luc Godard frá 1976 („Hvernig hefurðu það?“). Lögð er áhersla á að sýna tímalausar heimilda- og upplýsingamyndir; myndir sem nálgast kjarna sannleikans og raunveruleikann eins og verkfæri og efniðvið til að ryðja með braut og takast á hendur ferðalag um flókið pólitískt landslag. Allar kvikmyndirnar á sýningunni setja efnið fram sem einskonar meta-ritgerð um samskiptaferli.
Comment ça va? (1976, 70‘) er kvikmynd með yfirgripsmikilum menningarlegum vísunum. Í myndinni fylgist Jean-Luc Godard með samskiptum ritstjóra dagblaðs kommúnista og verklýðssamtaka og starfssystur hans, vinstri sinnaðs aðgerðarsinna, á meðan þau eru að klippa myndskeið fyrir stuttmynd um útgáfuferli dagblaðs. Kvikmyndin gerir stjórnmál og fjölmiðla að viðfangsefni með því að sýna starfsmennina búa til myndina. Comment ça va? er tekin upp á bæði filmu og myndband og fjallar á díalektískan hátt um vinnslu og dreifingu upplýsinga. Þetta er kvikmynd um það hvernig stórir fjölmiðlar breiða út hugmyndir.
Tvíeykið er ósammála um hvernig eigi að fara með upplýsingarnar. Ekki síst eru þau ósammála um hvernig eigi að nota tvær tilteknar ljósmyndir og skrifa við þær myndatexta. Fyrri ljósmyndin sýnir borgara og hermenn í átökum í Nellikubyltingunni í Portúgal, en hin síðari átök á milli verkfallsmanna og frönsku óeirðarlögreglunnar í mótmælum.
Kvikmyndinni tekst að ‚afhjúpa‘ flókna hugmyndafræðilega spennu og ágreining sem aðskilur franskar vinstrihreyfingar. Henni tekst einnig, með klippingu myndarinnar og tilfinningu fyrir hreyfingu, að kryfja hinar ýmsu víddir mælskulistarinnar sem eru að verki þegar skrifaðar eru fréttir.
Comment ça va? (Hvernig hefurðu það?) spyr einnig Comment ça va le cinema? (Hvernig hefur kvikmyndalistin það?). Með Comment ça va? Hvernig hefurðu það? vildi Godard ítreka fagurfræðilega stefnuskrá sína og hugsun um fjölmiðla og kvikmyndir.
Verkin á sýningunni Comment ça va? D’après Godard setja fram ákveðnar kenningar og sýna þversnið af ólíkum grunnhugmyndum sem eru innbyggðar í samtímalistina, hið listræna ferli og svigrúmið sem kvikmyndirnar hafa til að gera skil „sögum sem kalla á að vera sagðar“, svo vísað sé í setningu eftir heimspekinginn Paul Ricoeur úr Temps et Récit I (Tími og frásögn I). Þetta er samansafn af kvikmyndum sem byggja á meðvitaðri hugsun.
Kvikmyndasýning: um rótlaust ástand kvikmyndalistarinnar
Á meðal allra þeirra samhliða sagna sem hafa verið fléttaðar saman úr samtímalist og öðru útvíkkuðu sviði sköpunar, hefur gagnkvæmt samband kvikmynda og listar, sem setur fram greiningu á myndum og fjölmiðlum og gagnrýnir framsetningarmáta þeirra, leikið lykilhlutverk í mótun fagurfræði 20. aldar. Ákveðinn fjöldi samtímaverka á sviði vídeólistar, eða hreyfimynda, vísar meðvitað en á ólíkan hátt í kvikmyndir. Í þessum verkum eru settar fram tilgátur um framsetningarmáta sem Serge Toubiana hefur skilgreint sem hreyfingu. Hann segir: „kvikmyndin er hreyfing, hún er leið til að ganga við hlið raunveruleikans, skynja hann, fylgja eftir hreyfingum hans og merkja hann táknum.“ Jafnvel þótt samtímalistin hafi byrjað samtalið á milli listar og kvikmynda, bendir sköpun ‚Óþekktra kvikmyndahluta‘ (Unidentified Filmed Objects eða annarskonar UFOs) til þess að kvikmyndirnar séu farnar að færast nær samtímlistinni.
Á allra síðustu árum hafa gagnkvæm áhrif samtímalistar og heimildamynda reynst sérstaklega frjó. Þegar litið er á heimildir og skjöl sem viðfangsefni og aðferð mynda þau sjóndeildarhring byggðan á áþreifanlegum gögnum og ummerkjum um söguleg sannindi. Þetta á við um bæði listina og kvikmyndirnar.
Svið heimildamyndanna sýnir vinnuaðferðir sem listamenn og kvikmyndagerðarmenn eiga sameiginlegar – þeir klippa hluti úr filmunni saman á ólínulegan hátt, óháð hefðbundnum frásagnaraðferðum. Að þessu leyti er sambandið á milli heimildarmyndar og raunveruleika eða frásagnar alltaf gagnrýnið og margrætt.
Sjóndeildarhringur samtímalistaverka eða kvikmynda – hvort sem hann er nálægur áhorfendum eða fjarlægur þeim – skapar sérstakan yfir-fagurfræðilegan ramma vegna þess að tilvist hins almenna eða heildarinnar hefur í langan tíma ekki verið talin skipta máli. Í staðinn hefur verið lögð áhersla á sjálfstæða tilvist gagnkvæmrar huglægni og persónulegt eignarnám á stórsögunni og sögum einstaklinga.
Hægt er að skilgreina eiginleika skjala sem gildi sem gerir á ný kröfu til huglægra viðhorfa og sögulegra sanninda. Kvikmyndin tekur þátt í að skilgreina ný skilyrði fyrir huglæg viðhorf, þegar hver sem er getur skrifað eigin ævisögu og krafist þess að endurheimta eigin samsemd í nánum tengslum við aðra.
Dagskrá
Dagskrá vídeómynda sem hefur verið sett saman fyrir Comment ca va? Hvernig hefurðu það? hefur það markmið að sýna verk sem velta fyrir sér spurningum um upplýsingar líkt og fjallað er um í kvikmynd Jean-Lucs Godards. Verkin sem hafa verið valin til sýningar tilheyra öll nýju sviði heimildarmyndagerðar og eru fulltrúar fyrir franska samtímalist og listsköpun í víðara samhengi. Verkin sýna einnig ákveðna formgerð, formgerð fjölmiðla. Með því að kollvarpa forminu setja þau fram gagnrýni á hugmyndafræðilega og mælskufræðilega víddir fjölmiðla og ofbeldisfull áhrif þeirra. Verkin sýna pólítíska nálgun á kvikmyndalega frásögn sem dregur fram pólitískar hliðar umræðuefnisins. Þau láta sig afdráttarlaust varða vinnuna með myndefnið, klippinguna, sundrunina og skírskotunina í rými kvikmyndarinnar.
Með:
-Eric Baudelaire: Uppreisn May og Fusako Shigenobu, Masao Adachi og 27 ár án mynda, 2011, 66‘
-Loudigi Beltrame: Energodar, 2010, 36‘; Gunkanjima, 2010, 33‘
-Safia Benhaïm: Hitinn, 2014, 40’
-Wang Bing: 15 tímar, 2017, 15 H (2x7h50)
-Nicolas Boone, Hillbrow, 2014, 32‘; Sálmur, 2015, 41‘; Las Cruces, 2018, 29‘
-Jean-Luc Godard, Fréttaflutningur áhugamanns (frumdrög – sýning), 2006, 47‘
-Parfait Kaboré, Rúm fyrir byltingu, 2017, 84‘
-Lamine Ammar Khodja, Spurðu skuggann þinn, 2012, 82‘
-Lech Kowlski, Ég borga fyrir söguna þína, 2015, 86‘
-Allan Sekula, Hlutavelta hafsins, 2006, 27‘44‘‘
-Marie Voignier, Hlustað eftir lögun trommunnar, 2010, 17‘
Sérstök sýning:
Paul Grivas, Stórslysamynd (2018) og Jean-Luc Godard, Kvikmynd um sósíalisma, 2010.
Allar myndirnar hafa hlotið stuðning frá eða verið keyptar af Center for Contemporary Art – Image Mouvement.
Texti: Pascale Cassagnau / Þýðing: Margrét Elísabet Ólafsdóttir
Back to Top