28.06 / 29. 07 2012

Elvar Már Kjartansson
Hanna Christel Sigurkarlsdóttir
Helgi Örn Pétursson
Þórunn Eymundardóttir


Listamennirnir Elvar Már Kjartansson, Hanna Christel Sigurkarlsdóttir, Helgi Örn Pétursson og Þórunn Eymundardóttir hafa helgað sér rýmið í Verksmiðjunni á Hjalteyri undanfarnar vikur. Þau hafa unnið margoft saman að ýmsum verkefnum, m.a. sýningum, kennslu og tónleikum. Listamennirnir vinna í fjölbreytta miðla og sýningin stendur saman af skúlptúrískum verkum sem kallast á hvert við annað. 
Ljós og hljóð eru inngróinn hluti af verkunum, binda þau saman í eins konar innra samtali í víðum geimi Verksmiðjunnar.


Back to Top