10.09 / 25.09 2011
Reynsla er Þekking

George Hollanders
Sharka Mrnakova
Birgit Ehrhardt

Sýningin Reynsla er Þekking er lífandi og listræn framsetning sem beinir athygli að eko- og úti kennslu í leikskólum, náttúrulegum leikgörðum og áhrifum þeirra á þroska fólks - bæði andlegan og líkamlegan. Þetta er einskonar hugleiðsla um óhefðbundnar kennsluaðferðir sem byggja á "experiential learning".

Miðpunkturinn er manneskjan, skilningarvit hennar, tengslin við náttúruna, náttúrulögmál, staðbundnar atvinnugreinar, auðlindir, menningararfleifðin, samfélagið og sjalfbærir lífnaðarhættir.
Sýningin mun standa frá 10. til 25. September 2011 í Verksmiðjunni á Hjalteyri.

Náttúrulegir leikvellir er gerðir úr náttúrulegu eða endurunnu hráefni eða hlutum. Heildrænt umhverfi sem þessar leikgarðar mynda, miðar að því að örva skilningarvit barnanna og fólks og færa þau nær náttúrunni og samfélaginu sem þau búa í.

Sýningin er margþætt og er samstarfsverkefni Sharka Mrnakova, George Hollanders og Birgit Ehrhardt.

​​​​​​​
Meðal þess sem verður sýnt er:

Afrakstur af þróunarverkefni um útikennslu sem var unnið í sumar í samstarfi við leikskólann Iðavelli á Akureyri. Þar voru elstu börnin úti alla daga frá júni og fram í miðjan júli á nærliggjandi leikvelli og unnu í anda úti leikskóla. Unnið var með náttúruleg og endurunnin hráefni, menningararfleifðinna s.s. sögur og staðbundna starfshætti, skilningarvitin, náttúrulögmál og element svo eitthvað sé nefnt. Einnig var unnið með órjúfanleg tengsl manneskjunnar og náttúrunnar með því að leggja áhersla á sjálfbæra lifnaðarhætti, endurvinnslu og náttúruvernd í gegnum daglegt starf eða upplifun og fræðslu.

Sýnt verður bland af verkefnum barnanna en einnig gögnum sem leikskólakennara söfnuðu saman s.s. upptökur (hljóð og myndbönd), ljósmyndir og fleira.

Einnig verða til sýnis hönnunarferli og uppbygging í samvinnu við foreldra frá náttúralegum leikgarði sem varð til við Krílakot í sumar til að gefa innsýn í hugmyndfræði á bak við þessa tegund af leikgörðum.  
Til sýnis verða aðferðir og óhefbundnar leiðir til að endurnýta sorp eða úrgang við kennslu í leikskólum eða fræðsluaðferðir.

Ýmsar innsetningar leika sér að skilningarvitum gesta og gangandi og eru gagnvirk til að gefa dýpri innsýn í eigin reynsluheim og hugmyndafræðina á bak við náttúrulega leikgarða og "experiential learning". Einnig eru til staðar gagnvirkt vinnusvæði þar sem gestir og gangandi geta tekið þátt í og skapað sína eigin hugarsmíð.

Á sýningunni er einnig ítarleg kynning um eko- eða úti leikskóla og náttúrulega leikgarða.

Back to Top