30.07 / 21.08 2011
Samsýning nokkurra ungra myndlistarmanna og hönnuða sem flest eiga það sameiginlegt að hafa tiltölulega nýlokið listnámi sínu.
Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru:
Baldvin Einarsson
Bergur Anderson
Bryndís Björnsdóttir
Darri Úlfsson
Elísabet Brynhildardóttir
Ingvar Högni Ragnarsson
Katla Rós
Klængur Gunnarsson
Lilja Birgisdóttir
Loji Höskuldsson
Ragnar Már Nikulásson
Selma Hreggviðsdóttir
Sindri Snær S. Leifsson
Þórgunnur Oddsdóttir
Um sýninguna:
Það er Verslunarmannahelgi og við leggjum land undir fót, nokkrir myndlistarmenn og hönnuðir með svefnpoka, dýnur og fullan haus af hugmyndum.
Þó ekki svo fullan að það sé ekki pláss fyrir eins og eina Hjalteyri þar.
Hún þarf að komast inn í höfuðið líka. Það er mikilvægt.
Við mætum á staðinn, grúskum og sjóðum. Hver og einn með sína verksmiðju í höfðinu. Og við vinnum líka saman. Samskipti verða efniviður.
Svo kemur í okkur kveldúlfur. Við bjóðum fleirum að taka þátt. Sláum upp hátíð þegar kvöldar með tónlist og guð má vita hverju.
Uppi á palli, inn í tjaldi, vonandi skemmtiði ykkur vel.