19.12 2009 /10.01 2010

Gústavs Geir Bollason
Þórarins Blöndal
Florence Lucas
Roland Moreau
Vincent Chhim

Þar í skammdeginu munu flóðgáttir ímyndunarinnar opnast og henni verða
allir vegir færir, því hér er nánar tiltekið um að ræða sýningu á og í myrkri, þar sem tekist er á við myrkrið og ógnir þess sem upplifun, ekki í neinum skilgreindum listrænum tilgangi heldur mun frekar sem hríslandi skemmtun fyrir fólk á öllum aldri.
Í tímans rás hefur goðsögnin um Zombí tekið á sig nokkrar mismunandi myndir og merkingar. 
Við þekkjum öll uppvakninginn, hinn íslenska Þorgeirsbola sem og aðrar skuggaverur, miður viðkunnanlega náunga sem hér voru sendir af kunnáttumönnum á milli landsfjórðunga.
Spurst hefur til hans víða um heiminn og ef ekki dauðum og upprisnum, þegjandalegum, ráfandi um ankannalegur í göngulagi í erindum eiganda síns, þá alla veganna sem hugsana og viljalausu verkfæri í hans höndum. Á seinni tímum hefur mest borið á honum í teiknisögum og kvikmyndum. 
Þar fer hann gjarnan um stjórnlaus, í sístækkandi hópum sísvangra og fáránlegra mannskrímsla sem hungrar helst í kjötið af samborgurum sínum og stefnir örvita að endalokum siðmenningar og heimsendi. En það er ekki síst hinn „heimspekilegi“ Zombí sem hér ræður titli, hann mun vera lítt meðvitaður og hugsanalaus sem þó kann að haga sér og lítur út fyrir að vera venjuleg manneskja.

Verkin á sýningunni samanstanda af hljóðverki, innsetningu og teikningum

 

Back to Top