20.09 / 11.10 2008
Sýningin Grasrót 2008 er þetta árið sett upp í Verksmiðjunni á Hjalteyri.
Grasrótarsýningarnar hafa nú þegar unnið sér sess sem sýnishorn af því áhugaverðasta sem ungir og upprennandi listamenn eru að fást við.
Hingað til hafa grasrótarsýningarnar verið í Nýlistasafninu að þessu sinni verður breyting þar á. Verkefnið unnið í samvinnu Verksmiðjunnar við Nýlistasafnið og Sjónlist.
Fimm listamenn hafa verið valdir til að taka þátt í Grasrót 2008
Björk Viggósdóttir
Guðmundur Vignir Karlsson (Kippi Kaninus)
Halldór Ragnarsson
Jeannette Castioni
Jóna Hlíf Halldórsdóttir
Þórarinn Blöndal er sýningarstjóri Grasrótar 2008.
Þórarinn Blöndal er sýningarstjóri Grasrótar 2008.
Björk Viggósdóttir er fædd 1982 á Akureyri og býr og starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist af myndlistarbraut Listaháskóla Íslands 2006.
Nánari upplýsingar á: http://bjorkviggosdottir.com/
Nánari upplýsingar á: http://bjorkviggosdottir.com/
Guðmundur Vignir Karlsson (Kippi Kaninus) er fæddur 1978 í Reykjavík og býr og starfar þar. Hann nam myndlist og tónlist við Het Koninklijk Conservatorium í Haag og lauk þaðan námi 2007.
Nánari upplýsingar á: http://www.kippikaninus.com
Halldór Ragnarsson er fæddur í Reykjavik 1981. Hann býr og starfar í Reykjavík. Hann lærði heimspeki við Háskóla Íslands og nam myndlist við Listaháskóla Íslands og lauk þaðan námi 2007. Hann var gestanemi við Hochschule der Künste í Berlín 2005-2006.
Nánari upplýsingar á: http://hragnarsson.com
Jeannette Castioni er fædd í Verona á Ítalíu 1968 og býr og starfar þar og í Reykjavík. Hún útskrifaðist úr málaradeild listaakademíunnar í Bologna 2002 og frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands 2006.
Jóna Hlíf Halldórsdóttir er fædd í Reykjavík 1978 en býr og starfar á Akureyri. Hún útskrifaðist af myndlistardeild Myndlistarskólans á Akureyri 2005 og stundaði framhaldsnám í Glasgow School of Art 2005-2007.
Nánari upplýsingar á: http://www.jonahlif.is/