20.09 / 11.10 2008
Sýningin Grasrót 2008 er  þetta árið sett upp í Verksmiðjunni á Hjalteyri. 
Grasrótarsýningarnar hafa nú þegar unnið sér sess sem sýnishorn af því áhugaverðasta sem ungir og upprennandi listamenn eru að fást við. 
Hingað til hafa grasrótarsýningarnar verið í Nýlistasafninu að þessu sinni verður breyting þar á. Verkefnið unnið í samvinnu Verksmiðjunnar við Nýlistasafnið og Sjónlist. 

Fimm listamenn hafa verið valdir til að taka þátt í Grasrót 2008 
Björk Viggósdóttir
Guðmundur Vignir Karlsson (Kippi Kaninus)
Halldór Ragnarsson
Jeannette Castioni 
Jóna Hlíf Halldórsdóttir


Þórarinn Blöndal er sýningarstjóri Grasrótar 2008.

​​​​​​​
Björk Viggósdóttir er fædd 1982 á Akureyri og býr og starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist af myndlistarbraut Listaháskóla Íslands 2006.
Nánari upplýsingar á: 
http://bjorkviggosdottir.com/


Guðmundur Vignir Karlsson (Kippi Kaninus) er fæddur 1978 í Reykjavík og býr og starfar þar. Hann nam myndlist og tónlist við Het Koninklijk Conservatorium í Haag og lauk þaðan námi 2007.
Nánari upplýsingar á: http://www.kippikaninus.com


Halldór Ragnarsson er fæddur í Reykjavik 1981. Hann býr og starfar í Reykjavík. Hann lærði heimspeki við Háskóla Íslands og nam myndlist við Listaháskóla Íslands og lauk þaðan námi 2007. Hann var gestanemi við Hochschule der Künste í Berlín 2005-2006.
Nánari upplýsingar á: http://hragnarsson.com


Jeannette Castioni er fædd í Verona á Ítalíu 1968 og býr og starfar þar og í Reykjavík. Hún útskrifaðist úr málaradeild listaakademíunnar í Bologna 2002 og frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands 2006.

Jóna Hlíf Halldórsdóttir  er fædd í Reykjavík 1978 en býr og starfar á Akureyri. Hún útskrifaðist af myndlistardeild Myndlistarskólans á Akureyri 2005 og stundaði framhaldsnám í Glasgow School of Art 2005-2007.
Nánari upplýsingar á: 
http://www.jonahlif.is/
Back to Top