11.05 / 23.06 2013

Albane Duplessix
Laetitia Gendre
Isabelle Paga
Vincent Chhim

Listamennirnir Vincent Chhim, Laetitia Gendre, Albane Duplessix og Isabelle Paga þekkja öll Ísland af eigin raun, þau hafa áður ferðast um landið, sýnt, eða unnið hér að myndlistarverkefnum. Þau fást við Kvikmyndalist, innsetningar, teikningar og málverk svo að fátt eitt sé nefnt. Það er ekki gott að segja hvað þau eiga sammerkt, enda koma þau úr ólíkum áttum en þau fylgjast þó öll vel með Íslandi úr fjarlægð og eiga héðan (misáreiðanlegar) minningar sem að þau leggja að nokkru leiti til grundvallar í „RE – MEMBER – ICELAND.
Á þessari sýningu gefur meðal annars að líta verk sem eru sérstaklega gerð fyrir sýningarstaðinn.
Á opnun var frumflutt gjörningaverk, - virtual, gætt innsæi og andlegt fyrir 2 myndlistarmenn og 1 kóreógraf .
Verkið sem heitir TELEPORTATION / LONG DISTANCE VISION frá París til Hjalteyrar er lauslega byggt á vísindalegum rannsóknum IMI, l'institut métaphysique internationale. 
Höfundar og flytjendur eru Joseph Marzolla, Luigia Riva, Julie Coutureau.
Back to Top