Gestavinnustofan verður upphitað og innréttað stúdIó í miðju verksmiðjubyggingarinnar 250m², auk afnota af óupphitaðri austurálmu 528m²  og efri hæð 295m² - óupphituð. Aðstaða verður til smíða, ágætlega búin áhöldum. Gistiaðstaða fyrst um sinn, fyrir listamann verður í nærliggjandi húsi. Rúmgott herbergi 32 fermetrar með eldunar og  salernisaðstöðu. Engin sérstök baðaðstaða er á staðnum önnur en hafið og mjög góður heitur pottur í flæðarmálinu. Vinnustofa og gistiaðstaða verða leigð út haust, vetur og vor gegn hóflegu endurgjaldi.

 

Gestavinnustofan er verkefni í þróun. Gert er ráð fyrir því að vinnustofum fjölgi sem og gistirýmum, tækjakostur og alla aðstæður verði betrumbættar í áföngum. Búið er að innrétta vinnustofu að hluta en ekki er ennþá tímabært að taka hana í notkun

 

 

.

 

Gestalistamenn  koma og starfa á eigin vegum. Þeir munu hinsvegar eiga þess kost að kynna afrakstur dvalarinnar og Verksmiðjan sjá til þess að nokkrir helstu safnstjórar, forráðamenn sýningarsala og sýningarstjórar á svæðinu komi á staðinn og sjái og ræði verk þeirra.