14.09 /24.09      TILVERA / BEING

 

                              Chris Dake-Outhet - Christoph Voglabuer - Fanney Sigrid Ingólfsdóttir - Guðrún Sigurðardóttir

                              Hugo LLanes - Lukas Bury - Mari Ane Bø - María Sjöfn Dupuis - Nina Goropečnik - Titta Aaltonen

                              Julie Hviid Cetti - Ariadna Mangrane

 

                      Kennarar/professors: Bryndís Snæbjörnsdóttir. Sonia Levy

 

Sýningin var afrakstur verkefnis fyrsta árs meistaranema við Listaháskóla Íslands sem að fram fór dagana 9 - 14 september 2018 í Verksmiðjunni á Hjalteyri.

 

The exhibition was the outcome of a week workshop in Hjalteyri by the first year master student of the fine art department of the Iceland University of the Arts.

 

28.07 / 09.09      "OH SO QUIET!¨Tónlist eins og við sjáum hana: myndlist og kvikmyndir

                                                                                                                Music as we look at it : art and cinema

 

                         Doug Aitken, Jean-Luc Vilmouth, Charles de Meaux, Dominique Gonzalez-Foerster,

                         Pierre Huyghe, Ange Leccia, Romain Kronenberg , Lorna Simpson,

                         Steina & Wooody Vasulka, Dodda Maggý, Sigurður Guðjónsson.

 

                                Sýningarstjórar/Curators: Pascale Cassagnau, Cnap / Gústav Geir Bollason, Verksmiðjan

                           Í samstarfi við/ In cooperation with Margret Áskelsdóttir, Berg Contemporary, Reykjavik

 

 

 

 

Hliðstæðar og sameiginlegar sögur nútímalistar og samtímalistar – ásamt sögum ljósmynda, kvikmynda, vídéos og sjónvarps – hafa orðið sífellt meira samofnar, með því að setja listina fyrir framan kvikmyndatökuvélina, að kröfu tímans. Þetta kallar fram í hugann mjög mikilvæg kynni kvikmynda og listar í heimildarmynd Brian de Palma um nútímalist, « The Responsive Eye », frá árinu 1966.

Með því að setja saman kvikmyndadagskrá með samtíma listsköpun í víðu samhengi verða til tengingar milli viðfangsefna, sérsviða og tjáningarforma þar sem lögð er áhersla á skoða hvernig unnið er að listinni. Í því tilliti myndar samruni tónlistar og kvikmynda gjöfult svið nýstárlegra listaverka.

Hvort sem það er í gegnum tónlist, söng eða framsögn, tekur hljóðheimur verkanna til samspils tungumáls, orða og hlustunar, en Roland Barthes lagði oft áherslu á flókin og nákvæm einkenni þess ferlis. Listamenn setja upp hljóðinnsetningar sem eru aðlagaðar og umbreytt í rými upplifunar: kliður af söng, öskur, óþolandi ómstríður skarkali og tónlist. Önnur verk byggja á handriti að abstrakt hljóðmyndum.

 

Þetta úrval kvikmynda úr safni CNAP eftir Doug Aitken, Charles de Meaux, Dominique Gonzalez Foerster, Pierre Huyghe, Ange Leccia, Romain Kronenberg, Lorna Simpson ber vitni mikillar fjölbreytni í gerð kvikmynda í Frakklandi og kallast á við grósku og frumleika íslenskrar listsköpunar á þessu sviði. Steina Vasulka, Dodda Maggý, Sigurður Guðjónsson.

 

CNAP (Centre national des arts plastiques) er opinber miðstöð myndlistar í Frakklandi, á vegum franska menningarmálaráðuneytisins. Hún eflir listasenuna í öllum fjölbreytileika sínum og fylgir eftir og styður listamenn á margvíslegan hátt. Fyrir hönd franska ríkisins eykur CNAP, varðveitir og kynnir bæði í Frakklandi og erlendis safneign verka, þekkt sem Fond national d'art contemporain. Í dag samanstendur safnið af yfir 102,500 verkum sem að spanna yfir meira en 2 aldir, keypt af þá-lifandi listamönnum. Safnið myndar grunn sem að stendur fyrir og sýnir samtímalistasenuna í allri sinni margbreytni.

 

__________________________________________________________________________

 

The parallel, common histories of modern art and contemporary art (including photography, cinema, video and television) have constantly become interwoven, putting art under the focus of the camera in the necessity of time. One could cite the very relevant meeting between cinema and art through “The Responsive Eye”, a documentary directed in 1966 by Brian de Palma on modern art.

Elaborating a program of films on contemporary creation perceived in its wider context means causing subjects, domains and fields of expression to collide and emphasizing the way art is worked on. In this perspective, the meeting between music and cinema creates a universe which is rich in original works.

Through music, singing, recitation or simply noise, the sound of works involves relations between language, the spoken word and the ability to listen, which Roland Barthes often presented as a complex, subtle process. Artists set up sound installations which they configure and turn into places of experiences, with a song being whispered, a shout, an unbearably strident noise and some music. Other works provide scenarios for abstract sound landscapes.

 

This collection of films emanating from the video collection of Centre national des arts plastiques (National Centre for Visual Arts) and including works by Charles de Meaux, Dominique Gonzalez Foerster, Pierre Huyghe, Ange Leccia and Romain Kronenbourg , bear witness to the rich diversity of film creation in France, which is presented alongside the rich singularity of Icelandic creation.

With: Sigurður Guðjónson, Dodda Maggý, Steina et Woody Vasulka.

 

__________________________________________________________________________

 

Verk / Works:

 

Doug Aitken, Diamond Sea, 1997. 20'35''

Charles de Meaux, Marfa’s Mystery Lights - A Concert For The Ufo’s, 2007. 66'

Ange Leccia, Dominique Gonzalez-Foerster, Gold, 2000. 42'

Pierre Huyghe, Blanche Neige Lucie,1997. 4'

Romain Kronenberg, Marcher puis disparaître, 2013. 43'

Lorna Simpson, Cloudscape, 2004. 3' loop

Jean- Luc Vilmouth, Lunchtime, 2014. 51'

Sigurður Guðjónsson, Tape, 2016. 12'  / AV Machine, 2016. 40'

Dodda Maggý, Curlicue (Spectra), 2017. 10'15'' loop  / Etude Op 88 N°1, 2017. 10'30'' loop

Steina og Woody Vasulka, Noisefields, 1974. 7'07''

__________________________________________________________________________

 

Sýningin er styrkt af afmælisnefnd aldarafmælis fullveldis Íslands og hluti af opinberri dagskrá afmælisársins.

Koma listamannanna og sýningin eru styrkt af, Fullveldissjóði, Uppbyggingarsjóði, Myndlistarsjóði , CNAP, Hörgársveit og Ásprent.

05.05 / 10 .06  VIÐ HLIÐ / BY SIDE

                           Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, Baldur Geir Bragason, Erwin van der Werve, Magnús Helgason

 

                        Sýningarstjóri: Magnús Helgason

 

 

Inntak hvers myndlistarverks felst í umhverfi þess og aðstæðum. Hver skoðar hvað, hvenær, hvar og hvernig. VIÐ HLIÐ standa fjórir listamenn sem eiga það sameiginlegt að vinna með sterka efniskennd, rýmistilfinningu og fagurfræði. Verksmiðjan á Hjalteyri, með sinni sögulegu sviðsmynd veitir umhverfi sem myndlistarmennirnir komast ekki hjá að nota sem útgangspunkt. Listamennirnir munu skapa ný verk þar sem unnið verður markvisst með inngrip listaverkanna í rýminu. Listamennirnir fjórir vinna ekki að sameiginlegum verkum heldur hver í sínu lagi og hver á sinn hátt.

 

BY SIDE is an exhibition with works by Baldur Geir Bragason, Erwin van der Werve, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir and Magnús Helgason. These four artists are pulled together by their strong sense of space, material and aesthetics. The artists will create new works on site which respond to the space as well as the historical setting of Verksmiðjan.

Aðgerðir mannsins undanfarnar aldir hafa breytt heiminum svo mikið að farið er að tala um nýtt jarðsögulegt tímabil, Anthropocene.

Fólksfjölgun, ofurborgir, gríðarlegur bruni jarðefnaeldsneytis og rask á lífríki eru meðal þeirra þátta sem hafa haft áhrif á hlýnun jarðar. Vegna þessara varanlegu áhrifa mannsins á lífhvolfið; jarðskorpuna, lofthjúpin og höfin, er farið að tala um Mannöldina eða Anthropocene.

 

Áhrif mannsins á umhverfið og náttúruna eru mörgum listamönnum hugleikin.

Sýninging MINJAR AF MANNÖLD Archeology for the Anthropocene  samanstendur af verkum fimm ljósmyndara sem tengjast viðfangsefninu.

 

__________________________________________________________________________

 

The actions of man in the last centuries has had such an impact on our planet that we are now talking about a new geological epoch, the Anthropocene.

Population growth, super cities, excessive burning of fossil fuels and disruption of nature are among contributing factors to the global warming. Because of the permanent effects of man on the biosphere; the Earth's crust, the atmosphere and the oceans, we are now talking about a new epoch the Anthropocene.

 

Many artists are preoccupied by the effects of man on nature and the environment. The exhibition Archeology for the Anthropocene consists of works by five photographers related to the subject.

03.11 /25.11      BROT ÚR LÍNU / FRAGMENT OF A LINE

                           ÞÓrgerður Þórhallsdóttir, Þorbjörg Jónsdóttir, Bjarni Þór Pétursson, Hlynur Pálmason

 

                          Sýningarstjórar / Curators:   SIGURÐUR GUÐJÓNSSON / Gústav Geir Bollason

 

Sýningin Brot úr línu opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri í Nóvember. Á sýningunni eru vídeóverk eftir fjóra unga listamenn; Þorgerði Þórhallsdóttir, Bjarna Þór Pétursson, Hlyn Pálmason og Þorbjörgu Jónsdóttir. Listamennirnir eiga það sammerkt að taka sér stöðu á mörkum kvikmyndarinnar og vídeó miðilsins í verkum sínum. Þau sækja áhrif og úrlausnir í báðar þessar greinar og úr verður nýr og spennandi frásagnarmáti, sem einkennist af sterkri fagurfræði, leik með tæknilegar eigindir miðilsins og með sýningarrýmið í framsetningu verkanna. Verksmiðjan aflvæðist á ný, með ljósi og hljóði og rými verkanna hverfist saman við rými sýningarstaðarins.

 Í Brot úr línu er hráefnið ljós. Ljósið er ekki aðeins miðill fyrir myndina sem það ber á flötinn, heldur hráefni í sjálfu sér. Það er hráefni í sama skilningi og vísanir, minni, hugmyndir og harður diskur. Hrátt rými verksmiðjunnar er ílát fyrir þetta efni, það geymir það vel, sérstaklega svona innrammað í nóvembermyrkrið. Rými verkanna verður líkamlegt og birtan áþreifanleg. Hér renna saman vísanir í söguna, villur eyðimerkurinnar og leikur barnsins.

 

______________________________________________________

 

Fragment of a Line opens in November at Verksmiðjan. The four emerging artists taking part; Þorgerður Þórhallsdóttir, Bjarni Þór Pétursson, Hlynur Pálmason and Þorbjörg Jónsdóttir, all take up residency at the intersection of film and video in their works. They work with influences and solutions from these different mediums in works characterized by a strong sense of narration, personal aesthetics, and playful engagement with the properties of the medium. The exhibition space is integrated into the works, the factory re-vitalised, through light, sound and the conglomeration of the inner space of the works and the actual space of the exhibition.

Light is the material in this Fragment of a line. Light, not only as the medium that carries the image to the surface, but as material in the same way as references, memories, ideas, and hard discs are materials. The raw space of the factory is a container for this material, and a good one at that, further strengthened by the November darkness. The inner space of the works becomes bodily and the light material. This is a mixing of references to the past, being lost in the desert, and a child’s game.

 

Texti/Text: Jóhannes Dagsson

17.06 / 22.07         MINJAR AF MANNÖLD / ARCHEOLOGY FOR THE ANTHROPOCENE

 

 

                         Ívar Brynjólfsson, Svavar Jónatansson, Þorsteinn Cameron

                         Pétur Thomsen, Pharoah Marsan.

                            Sýningarstjóri/Curator: Pétur Thomsen