2015

05.09 / 27.09      SALT VATN SKÆRI: HLÝ EYJA

                               HEKLA BJÖRT HELGADÓTTIR

 

 

Sýningin byggði á samnefndu ljóðahandriti Heklu sem hún hefur unnið og þróað frá æsku. Á sýningunni sviðsetti hún landslag og ljóðaheim handritsins og skeytti þannig saman myndlist, ljóðlist og leikhúsi. Með henni störfuðu listamenn sem allir fengu ljóð úr handritinu til útfærslu á eigin hátt. Má þar nefna raftónlistarfólkið Anne Balanant og Áka Sebastian Frostason, klassíska tónskáldið Guðnýju Valborgu Guðmundsdóttur ásamt básúnuleikaranum Ara Hróðmarssyni, tónlistarmanninn Þorstein Kára Guðmundsson og myndlistarmannin Söru Björg Bjarnadóttur, en allir ofangreindir áttu tónverk á sýningunni.

Einnig gaf að líta brúður sem listamaðurinn Lilý Erla Adamsdóttir vann eftir persónum handritsins og myndbandsverk sem Freyja Reynisdóttir listamaður og Hekla Björt unnu í samstarfi fyrr á árinu 2015.

01.08 / 30.08   TOES/ TÆR

                            OLOF NIMAR, UNA MARGRÉT ÁRNADÓTTIR, UNNDÓR EGILL JÓNSSON. ÖRN ALEXANDER ÁMUNDASON

 

Olof Nimar, Una Margrét Árnadóttir, Unndór Egill Jónsson og Örn Alexander Ámundason sýndu saman  í Verksmiðjunni á Hjalteyri í ágúst 2015. Leiðir myndlistarmannanna, sem að eiga það sameiginlegt að hafa lært í Svíþjóð, lágu saman í lítilli stúdíóíbúð í Malmö þar sem fyrstu uppköstin að sýningunni urðu til. Þrátt fyrir að vinna í ólíka miðla deildu þau áhuga á hinum ýmsu möguleikum og eiginleikum verksmiðjunnar s.s stórbrotnu umhverfi, stærð hennar og hráleika. Á sama tíma sáu þau þetta sem hennar helstu ómöguleika og takmarkanir. Í Verksmiðjunni á Hjalteyri sýndu þau m.a  ný verk sem að voru gerð sérstaklega fyrir sýningarrýmið.

 

 

03.07 / 26.07  HVERGI ANNARSTAÐAR / NOWHERE ELSE

                           ÁRNI EINARSSON, GUIDO VAN DER WERVE,  HANNES LÁRUSSON, HEKLA DÖGG JÓNSDÓTTIR, MATHIAS KESSLER,

                             RAGNAR MÁR NIKULÁSSON, RAGNHEIÐUR GESTDÓTTIR, SIGURÐUR GUÐJÓNSSON, SIRRA SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR

 

                            sýningarstjóri : Sirra Sigrún Sigurðardóttir

 

Nowhere else/Hvergi annarsstaðar var sýning og útgáfa í umsjá Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur, en í sýningunni tóku þátt 8 alþjóðlegir listamenn og 1 líffræðingur. Titill sýningarinnar var vísan til einnar áhrifamestu myndar mannkynssögunnar “The Pale blue dot”, Fölblár punktur sem var tekin fyrir 25 árum (1990) af geimkönnunarfarinu Voyager 1. Þegar könnunarfarið var um það bil að yfirgefa sólkerfi okkar var myndavélum Voyager snúið aftur í átt til jarðar og myndin tekin úr 6 billjón kílómetra fjarlægð. Jörðin birtist aðeins sem örsmátt rykkorn svífandi í sólargeisla umkringt myrkri útgeimsins. Í kjölfar myndbirtingarinnar skrifaði stjarnfræðingurinn Carl Sagan einn áhrifamesta texta síðustu aldar, þar sem hann nær á kristaltæran hátt að draga fram hrollkaldan sannleikann sem myndin birtir okkur. Það er enginn annar staður, hvergi annarsstaðar en á þessum litla punkti sem við getum lifað - þarna er öll tilvera mannkyns frá upphafi til enda.

Listafólkið ávarpaði með verkum sínum hugmyndina um okkur og mennskuna í óravíddum alheimsins jafnt í tíma og rúmi. Hér þjónaði “Pale blue dot” - ljósmyndin hlutverki einhverskonar upphafspunkts. Hún er kjarninn sem sendir frá sér geisla sem breytir hugmyndunum um okkur sjálf. Geisla sem varpa ljósi á ólíka en samtvinnaða fleti mannlegrar tilveru í samtímanum; umhverfis- og efnahagsmál, pólitík og samfélagsmál. Frá því persónulega til hins altæka. Eiginlegar og ímyndaðar langferðir sem oftar en ekki enda þó oft í garðinum heima.

 

 

08.05 / 07.06   HJALTEYRI CHOSE TOUJOURS

 

 

 

 

 

 

 

 

                           umsjón: Gústav Geir Bollason, Sébastien Montéro, Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Édith Commissaire, Hulda Stefánsdóttir

 

Föstudaginn 8 maí opnuðu 3 samtengdar sýningar undir yfirskriftinni « Hjalteyri  chose toujours », « Minimal Bancal à Hrísey » og « Mingle « Sigló » Mingle »í Verksmiðjunni á Hjalteyri/Sæborg í Hrísey/Gömlu SR á Siglufirði  (neðst á eyrinni við SR vélaverkstæði)

 

Delta Total er prógramm sem felur í sér 4 verkefni á ári sem byggja á listrænni reynslu, markmiðið er leitin að formum/leiðum sem fer í gang út frá reynslunni af breidd eða fjarlægðum(jörð, þrep, styrkleiki) og samræmi þessa.

Delta Total er  viðbótar listaskóli sem kemur sér fyrir hér og þar sem að aðstæður leyfa og á mótum þeirra áforma sem hún hefur.

 

Delta Total verkefnið sem hefur 2x farið fram  á Íslandi og tengir saman myndlistarakademíur, fól þáttakendum að búa til 3 sýningar á 3. mismunandi stöðum norður í landi. Á : Hjalteyri, Siglufirði og í Hrísey – Samstarfsverkefnið varði í 10 daga. Það snérist um að takast á við kraftmikið form listrænnar skuldbindingar : hugsa fyrir eigin stefnu og leiðum.

 

Verkefnið 2015 var samstarfsverkefni : L’École Supérieure d’Art et Design Le Havre – Rouen, L’École supérieure d'art de l'agglomération d'Annecy, Listaháskóla Íslands, L'École Supérieure des beaux-arts de Nantes, Myndlistarskólans á Akureyri, Alþýðuhússins á Siglufirði og Verksmiðjunnar á Hjalteyri

 

 

LI ZHU / NANS QUÉTEL / YOUNG-JIN KIM / AÐALHEIÐUR S. EYSTEINSDÓTTIR / NICOLAS KOCH / AMÉLIE GUYOT / HALDOR HARDY

EMIL LARSEN / VERONIKA GEIGER / KLÆNGUR GUNNARSSON / SIGMANN ÞÓRÐARSON / ANNE ROMBACH / MATHILDE DADAUX

ZUZANA KLEINEROVA / ANANDA SEMÉ / HEIÐDÍS HÓLM GUÐMUNDSDÓTTIR / ALDÍS DAGMAR / TINNA RÓS ÞORSTEINSDÓTTIR

TALIA SHAAKED /MAGDA BUCZEK / ANNA COLUMBINE / MATHIEU ROQUET / ARTHUR CLAM / LAURIE DELPINE / OLIVIER VARY

GÚSTAV GEIR BOLLASON / CATHERINE THIRABY / ANOUK BERTHELOT /ARMAND VAN MASTRIGT /MÉLANIE LAGLAINE / ÉTIENNE KAZINETZ /SÉBASTIEN MONTÉRO / GRÉGOIRE LEDUEY / QUENTIN MOCQUARD / ALEXIS PICART / SIMIN LE CIEUX / ARSLAN SMIRNOV / MOHAMMED ABDELMOUMENE / ROMAIN PETIT /SOPHIE CAUDEBEC / SEUNG JUN YUN /ROMARIC HARDY /DAVID ARTAUD / EDITH COMISSAIRE / CÉLESTIN FRESNAY / CÉLIA DEYZAC / DANBEE HUR / MARINE NOUVEL

 

 

13.06 / 21.06     AÐ BJARGA HEIMINUM

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

                             umsjón:  Aðalsteinn Þórsson

 

Um var að ræða sýningu sem var öllum opin til þáttöku. 70 listamenn tóku þátt. Meðal annara áttu verk á sýningunni Björg Thorsteinsdóttir, Eggert Pétursson, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, Guðrún Vera Hjartardóttir, Hildur Hákonardóttir, Jonna, Þórdís Alda Sigurðardóttir, Joris Rademaker og Sigrún Eldjárn.

Á sýningartímanum fór einnig fram dagskrá með fyrirlestra, gjörninga, ljóðlistar, söngs og hljóðfærasláttar. Þar komu fram Anna Richardsdóttir, Arna Valsdóttir, Félag áhugamanna um heimspeki á Akureyri, Helgi og ljóðfæraleikararnir, Jón Laxdal Halldórsson, Kristján Pétur Sigurðsson, Sigríður Ásný Ketilsdóttir, Tonnatak svo einhverjir séu taldir.

Þessi sýning og hátíð voru afrakstur hugsjónavinnu og þeirrar trúar að einstaklingurinn skifti máli og að saman getum við tekist á við hin erfiðu vandamál sem við okkur blasa og skapað framtíðar heim þar sem lífið er virt framar öðru.

“Að bjarga heiminum” er hugarfóstur Aðalsteinns Þórssonar myndlistarmanns og aðgerðasinna.

 

ÞÓRDÍS ALDA SIGURÐARDÓTTIR / ÞÓREY EYÞÓRSDÓTTIR / ÞÓRA SÓLVEIG BERGSTEINSDÓTTIR / ÞÓRA KARLSDÓTTIR / ÞÓRA GUNNLAUGSDÓTTIR /ÞORSTEINN GÍSLASON / VIKAR MÁR VALSSON / VERA HARMSEN / UNA B. SIGURÐARDÓTTIR

UNNUR ÓTTARSDÓTTIR / TINNA GUÐMUNDSDÓTTIR / STEINUNN GUNNLAUGSDÓTTIR /SÓLVEIG DAGMAR ÞÓRISDÓTTIR / SIGRÚN ELDJÁRN / SIGRÚN BIRNA SIGTRYGGSDÓTTIR / SIGURÐUR INGÓLFSSON / SIGURBORG JÓHANNSDÓTTIR / SIGRÍÐUR JÚLÍA BJARNADÓTTIR / RENÉ STOUTE / RAKEL STEINARSDÓTTIR / ÓLÖF BJÖRK BRAGADÓTTIR / ÓLAFUR THORDARSON/ OLGA LÚÍSA PÁLSDÓTTIR / NICO / MIREYA SAMPER / MARTA VALGEIRSDÓTTIR / MAJA SISKA / MAGDALENA MARGRÉT KJARTANNSDÓTTIR

LOGI BJARNASON / KRISTÍN TRYGGVADÓTTIR / KRISTÍN GEIRSDÓTTIR / KRISTÍN GARÐARSDÓTTIR /KRISTÍN ARNGRÍMSDÓTTIR

KRISTJÁN JÓN GUÐNASON / KRISTJÁN PÉTUR SIGURÐSSON /KATRÍN INGA JÓNSDÓTTIR / JORIS RADEMAKER /JONNA JÓNBORG SIGURÐARDÓTTIR / JOHN VAN DER GAALIEN / INGUNN ST SVAVARSDÓTTIR /INGIRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR /HULDA VILHJÁLMS-DÓTTIR / HLÍF ÁSGRÍMSDÓTTIR / HILDUR HÁKONARDÓTTIR / HELGI ÞÓRSSON / HELGA PÁLÍNA BRYNJÓLFSDÓTTIR /HARPA RÚN ÓLAFSDÓTTIR / HALLA BIRGISDÓTTIR /HEIDI STRAND /HEIÐDÍS HÓLM /HALLA BIRGISDÓTTIR / GUÐRÚN NÍELSEN /GUÐRÚN VERA HJARTARDÓTTIR /GUÐRÚN PÁLÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR / GUÐRÚN HADDA BJARNADÓTTIR / GUÐRÚN BENEDIKTA ELÍASDÓTTIR

GUÐRÚN EINARSDÓTTIR /GUÐNÝ RÓSA INGIMARSDÓTTIR / GUÐMUNDUR ÁRMANN SIGURJÓNSSON /GUÐLAUG FRIÐRIKSDÓTTIR /GUÐLAUG GUNNARSDÓTTIR /GERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR /ELÍNRÓS EYJÓLFSDÓTTIR /ELÍN ANNA ÞÓRISDÓTTIR /EGGERT PÉTURSSON / EDDA ÞÓREY KRISTFINNSDÓTTIR /DAÐI GUÐBJÖRNSSON /DAGMAR AGNARSDÓTTIR /CURVER THORODDSEN

CAROLINE WALSHE /BRYNDÍS JÓNSDÓTTIR /BJÖRK VIGGÓSDÓTTIR /BJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR /BJÖRG EIRÍKSDÓTTIR

BEATE KÖRNER / ÁSDÍS KALMAN / ASTRID MEIJER / ANNA JÓA /AGNES ÝR AÐALSTEINSDÓTTIR /ANNA GUNNLAUGSDOTTIR

AÐALSTEINN ÞÓRSSON