2013

2014

2012

03.08 / 24.08      THE FIXED AND THE VOLATILE

                                RICHARD ASHROWAN (SCOTLAND)

                                PAT LAW  (SCOTLAND)

 

 

 

Richard Ashrowan) sýndi verk sem byggir á röð hreyfimynda, þar á meðal kvikmyndina “Speculum” og var þetta heims frumsýning. Myndin byggir á rannsókn á sambandi alkemíu, hreyfingar, ljóss og efnis. Á opnunardag flutti Richard  verkið “Catoptrica” sem byggir á lifandi myndvörpun. Grunnur verksins/gjörningsins eru myndskeið sem tekin voru á Íslandi og á Svalbarða, og felur í sér  “ritualistic” meðferð ljóss með notkun spegla, glers og myndvörpunar. Einnig var frumsýnd 16mm kvikmynd í svart/hvítu frá nýlegum leiðangri lista-og vísindamanna til Svalbarða 2012 “Artic Circle expedition” með hljóðmynd eftir hljóðlistamanninn Nick Kuepfer (Canada)

 

Pat Law ) sýndi ný verk frá Svalbarða leiðangrinum 2012 ”Artic Circle expedition”.

Hún vann innsetningarverk í Verksmiðjuna sem byggði á hreyfimyndum og salt teikningum. Í verkinu rannsakar hún bæði staðbundna og yfirnáttúrlega frumþætti vannýttra og yfirgefinna bygginga á Svalbarða. steininn sem þær eru byggðar úr og andann sem tengir þær saman.

 

Richard Ashrowan: www.ashrowan.com | Nick Kuepfer: cstrecords.com/nickkuepfer

 

08.06  / 23.06     KIOSK

                               TIMARITSÝNING

 

Kynning á  myndlistartímaritinu Kiosk í Verksmiðjunni á Hjalteyri.

Kiosk er útgáfuverkefni listafólks sem listakonan Clémentine Roy fór af stað með árið 2009.

« KIOSK er ávalt samstarfsverkefni tveggja. Samtal, Ping – pong tölvupóstar. Skipti á upplýsingum, myndum, teikningum, textum í heilan mánuð.

Útgáfan DEL’ART  tekur þátt í verkefninu og sér um þann hluta þess sem kemur út á prenti.

50 tölublöð hafa komið út á netinu og af þeim hafa 14 komið út í prentaðri útgáfu.

 

http://www.kiosk.clementineroy.com/

http://www.de-lart.org/asso/kiosk.html

05.07  / 28.07 VERKFÆRIÐ

                          ELÍSABET BRYNHILDARDÓTTIR  - GUÐRÚN BENÓNÝSDÓTTIR - SELMA HREGGVIÐDÓTTIR

 

Það fer varla framhjá neinum sem kemur á Hjalteyri hversu þung og yfirgnæfandi Verksmiðjan er, líkt og kastali eða virki. Síldarverksmiðjan á Hjalteyri er þó ekki einungis bygging, heldur verkfæri. Ekki bara hús með fjórum útveggjum heldur er öll byggingin hugsuð með ákveðið hlutverk í huga. Hver veggur, súla, lúga og op hefur einhvern ákveðinn tilgang, eitthvert ákveðið notagildi.

Innsetning okkar í rými verksmiðjunnar var monument um sköpunarsögu þessa hús, ferlið og  framkvæmdirnar sem beitt var við verkið. Kastalinn sem reis í myrkrinu stóð sem minnisvarði ákveðins þennsluástands sem myndast við framkvæmdir stórra drauma. Allir leggja sitt  að mörkum, strúktúrinn rís, verkfærið er gangsett, margir taka höndum saman og vinna að settu markmiði. Við sjáum draumakastalann í hyllingum og um stundarsakir er okkur borgið meðan reykurinn liðast úr verksmiðjureykháfunum.

En reykur kólnar eins og gamlir draumar og beinagrind skýjaborganna býr til skuggamyndir í landslaginu.

Það liggur þó ákveðin fegurð í tómum byggingum með horfið hlutverk. Þær birtast sem öfugir pýramídar þar sem töfrarnir liggja í anda uppbyggingarinnar og í krafti möguleikanna.

Sköpunin er í andstæðunum og upp úr rústunum rís nýtt afl.

11.05  / 23.06     RE-MEMBER- ICELAND / SOUVENUS-DE-SI-LOIN

                             ALBANE DU PLESSIX - LAETITIA GENDRE - ISABELLE PAGA - VINCENT CHHIM

 

Listamennirnir Vincent Chhim, Laetitia Gendre, Albane duplessix og  Isabelle Paga þekkja öll  Ísland af eigin raun, þau hafa ferðast um landið, sýnt, eða unnið hér að myndlistarverkefnum. Þau fást við Kvikmyndalist,  innsetningar, teikningar og málverk svo að fátt eitt sé nefnt. Það er ekki gott að segja hvað þau áttu sammerkt, enda koma þau úr ólíkum áttum en þau fylgjast þó öll vel með Íslandi úr fjarlægð og eiga  héðan (misáreiðanlegar) minningar sem að þau lögðu að nokkru leiti til grundvallar í „RE – MEMBER – ICELAND.

 

Listamennirnir á bak við samsýninguna höfðu allir í það minnsta einu sinni átt dvöl á Íslandi. Heimkomnir í  gömlu álfuna, geymdu þeir hana í minni, vitanlega. Samt viðhalda verk þeirra hvers og eins jafnt sem hughrifin stöðugri óvissu. Þau bera vott um óljósar breytingar, jafnvel afbökun á hlutföllum og stærðum. Það sem lagt hafði verið á minnið lýsti skorti á staðgreiningum, næstum undanhaldi hins stundlega. Eftir atvikum, hefði þurft  að endurskoða rúmfræðina og fjarvíddina, sjá skipin, ljósmynda, kvikmynda og endurskapa framrás hlutanna; eða öllu heldur, einbeita sér að því sem hendi er næst og framkvæma athöfn, þramma áfram síðan snúast á hæl til að líta yfir farinn veg, tala háum rómi, taka upp steina, teikna til að finna sig aftur.

Þessi sýning var tilefni sérstakrar millilendingar listamannana, þar sem verk þeirra sameinuð orsökuðu þessa nálgun við stað sem að víkur sér undan. Staður sem engu að síður heldur þeim tengdum þrátt fyrir fjarlægðir. Fínlegt meginland - Un continent subtil. « Subtil » orð sem erfitt er að þýða úr frönsku, þýðir hér líklega : mjög hreyfanlegt; erfitt að ná eða snerta.