DAGSKRÁ  SUMARSINS  / PROGRAM  2021

 

15.05 – 20.06 FOR SURE / FYRIR VÍST sýningarstjóri/curator: Maria Safronova Wahlström Kristina Lindberg Klængur Gunnarsson Olof Marsja Lars Dyrendom Logi Leó Gunnarsson Maria Safronova Wahlström Ksenia Yurkova Johannes Wahlström

 

26.06 – 25.07

POWERHOUSE  / SPENNISTÖÐ

umsjón/supervision : Sigurður Ámundason

 

Sigurður Ámundason

Boris labbé

Páll Haukur Björnsson

Francois Morelli

Gústav Geir Bollason

31.07 – 03.09

RESONANCE / ENDURÓMUR

umsjón/supervision :

Olga Bergmann,  Anna Hallin

 

Angela Dufresne

Olga Bergmann

Anna Hallin

Vesa-Pekka Rannikko

Simon Rouby

 

 

21.09 – 03.10

STUDIO 1 / PLATFORM 1

Nemendur í MA myndlist í listaháskóla íslands

 

......................................................

Students of the MA fine art at the Iceland Academy of the Arts

 

professor : Bryndís Snæbjörnsdóttir

YFIRSTANDANDI  /  ONGOING

26.06 / 25.07 SPENNISTÖÐ/POWERHOUSE Sýningin stendur til og með 25.07 og er opin all daga nema mánudaga frá 14:00-17:00. The exhibition is open Tuesday to Sunday - 2pm- 5pm until 25.07 Sýningin Spennistöð opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri í júní 2021 og leiðir saman verk þeirra Boris Labbé, Francois Morelli, Gústavs Geirs Bollasonar, Páll Hauks og Sigurðar Ámundasonar. Hér koma saman verk ólíkra listamenn sem ekki hafa mæst áður: Vídeóverk, teikningar og skúlptúrar sem tendra vélarafl umhverfisins að nýju: Þenja strengi, byggja upp spennu, umbreyta, hreyfa og keyra áfram. Merking enska orðsins powerhouse breytist eftir samhengi, hvort sem átt er við lifandi manneskju eða mannvirki. Bæði eru að verki í heiminum, eyðast og breytast og eru því óstöðug: Svið útgeislunar eða orku sem endurnýjast og breytist úr einni mynd í aðra. Hverfur ekki nema viðnámið sé meira en aflvakinn. Forkur, þrekvirki, vald, driffjöður, kempa, orkuver. Eitthvað sem kemur einhverju af stað. Hvati, tilgáta, spenna. Kannski misræmi? Hvað sem líður, með fæturna krifilega á jörðinni stefnum við áfram í móki — óstöðug yfirborð hrinda okkur og hrista. ................................................................................................... The exhibition Powerhouse opens in the factory in Hjalteyri in June 2021 and brings together the works of Boris Labbé, Francois Morelli, Gústav Geir Bollason, Páll Haukur and Sigurður Ámundason. Here, works by varying artists come together for the first time: Video works, drawings and sculptures that rekindle the engine power of the surrounding environment: Tighten strings, build tension, transform, move and power through. The meaning of the word powerhouse varies according to context, whether it refers to a living person or a man-made structure. Both are at work in the world, wear down and change and are therefore unstable: Fields of radiation or energy that are renewed and change from one image to another. Something happens and does not disappear unless the resistance is more than the generator. Mover, great feat, power, dynamo, champion, power plant. Something that triggers something to happen. Incentive, a guess, tension, maybe discrepancy? Anyways, with our feet firm to the ground we move forward, adrift — unstable surfaces push us and stir. Artists/Listamenn: Sigurður Ámundason, Boris Labbé, Páll Haukur Björnsson, Francoise Morelli, Gústav Geir Bollason. Texti /Text: Sunna Ástþórsdóttir Frekari upplýsingar veitir: Gústav Geir Bollason veroready@gmail.com verksmidjan.hjalteyri@gmail.com og í síma: 4611450 og 6927450 Koma listamannanna og sýningin eru styrkt af SSNE-Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra, Myndlistarsjóði, og Hörgársveit.

LIÐNAR  sýningAR / PAST exhibitionS

15.05-20.06 2021

FYRIR VÍST / FOR SURE

 

Dagurinn verður grárri eftir því sem á hann líður. Og við vitum fyrir víst hver munurinn er. Hver einasta manneskja sem hraðar sér í vinnuna í slyddunni á mánudagsmorgni veit það, og öll börnin sem leika sér í forugum leikskólagörðunum vita það. Fréttaþulurinn í kvöldfréttum sjónvarpsins veit það og strætisvagnabílstjórinn veit það. Bókasafnsvörðurinn veit það og sýningarstjórinn á listasafninu veit það. Verkfræðineminn á kaffihúsinu veit það og útigangsmaðurinn sem sefur við lestarstöðina veit það ef þú vekur hann. Pistlahöfundurinn hjá útvarpinu veit það og mamma þín veit það. Við vitum það öll – hver munurinn er á okkur og þeim. Við efumst ekki um hvað og hver við erum í raun, og við sjáum aðra mjög skýrt. Dagarnir verða grárri en það verða hugsjónir okkar ekki. Þær standa sterkar, í skæru ljósi sjálfsöryggis, og þær munu vísa okkur veginn gegnum rökkrið á óvissutímum.

 

Sýningin Fyrir víst hættir sér ofan í dýpi hins óþekkta, og fer djarflega inn á áður ókannaðar slóðir. Að minnsta kosti hefur enginn kannað þessar slóðir af fúsum og frjálsum vilja. Til að rannsaka hver við erum og hvað við erum. Nei, ekki með naflaskoðun í leit að okkar „innra sjálfi“ heldur einhverju mun óhugnanlegra. Rannsakandi augnaráð listamannsins, stundum truflað af fjörfiski, eða er þetta blikk, kannski blik, eða er jafnvel eitthvað fast í auganu, í okkar eigin samfélögum, í samofinni tilvist okkar, í leit að mörkum þess samfélagskima sem við tilheyrum og þaðan geta þeir dregið upp mynd af inntakinu. Næstum eins og hvalur hefði gleypt þig og þú sért beðinn um að lýsa hvalnum innan frá, en þó án þess að þú hafir í raun verið gleyptur þar sem þú hefur alltaf verið innan í hvalnum, og þig grunar að þetta hvala-dæmi sem fólk er alltaf að tala um hafi strandað fyrir löngu.

...................................................................................................

 

 The day grows grey. And we know for sure what the difference is. Every single person running to their job in the Monday morning sleet knows, and all the children playing in their muddy kindergarten yards know. The news anchor on TV’s evening news knows, and the bus driver knows. The librarian knows, and the museum curator knows. The engineering student in the café knows, and the alcoholic sleeping by the tram stop knows if you wake him. The writer on the radio program knows, and your mom knows. We all know - what the difference is between us and them. We have no doubts about what and who we actually are, and we see others very well. The days grow grey, but not our beliefs. They will stay strong, in the bright light of self-affirmation, and they will guide us through the twilight of uncertain times.

 

The exhibition FOR SURE ventures into the deep unknown, and boldly goes where no man has gone before. At least of free will. To explore who we are and what we are. No, not through the navel in search for our "inner selves", but something much more scary. The artists gaze, sometimes with a twitch, or is it a blink, or maybe a twinkle, or perhaps it's just something stuck in the eye, into our own societies, into our collective beings, in search for the boundaries of the social bodies they belong to and from there they sketch the contents. Sort of like if you were swallowed by a whale and asked to describe it from the inside, only without the swallowing part, as you've always been in it, and you have a faint suspicion that this whale thing that people keep going on about might actually have stranded quite some time ago.

 

Artists / Listamenn

 

KRISTINA LINDBERG, KLÆNGUR GUNNARSSON, OLOF MARSJA, LARS DYRENDOM, LOGI LEÓ GUNNARSSON, MARIA SAFRONOVA WAHLSTRÖM

KSENIA YURKOVA, JOHANNES WAHLSTRÖM

 

Sýningarstjóri/Curator: Maria Safronova Wahlström

 

Texti/Text: Maria Safronova Wahlström, Johannes Wahlström

Þýðing/Translation: Þórdís Aðalsteinsdótti