09.10 /18.10      SVIPASAFNIÐ / The Museum of Identity & Genius LocI

                             Elísabet Birta Sveinsdóttir, Léa de Cacqueray, Gústav Geir Bollason, Ragnheiður Guðmundsdóttir,

                             María Hrönn Gunnarsdóttir, My-Lan Hoang-Thuy, Claire Isorni, Katrina Jane Perry,

                             Haraldur Jónsson, Nick Kuepfer, Pier Yves Larouche, Isu Kim Lee , Sonia Levy, Aissa Lopez,

                             Kirill Lorech, Kerstin Möller, Alice Nikolaeva, Claire Olivier, Yannis Ouaked, Guillaume Paris

                             Christopher Roberts, Yang Sihan, Guðríður Skugga Guðlaugsdóttir, Kimi Tayler, Félix Touzalin,

                             Gao Wenqian

 

 

Svipasafnið var samstarfsverkefni Listaháskóla Íslands og Ecole Nationale Superieure í París.

Svipasafnið var tímabundið - 09.10 til 18.10  - staðsett í endurbættum rústum Verksmiðjunnar á Hjalteyri.

Innan þess átti sér stað samræða milli menningarsvæða, tilraun með staðbundin sjálf og rannsókn á ábyrgð og varnarleysi, minni og gleymsku.

Hvergi er miðja heimsins.

16.09 /01.10      NÝ ADFÖNG

                          ARNA VALSDÓTTIR, INE LAMERS, KLÆNGUR GUNNARSSON, ÞÓRA SÓLVEIG BERGSTEINSDÓTTIR

 

 

Sýning byggð á nýjum og nýlegum vídeóverkum í eigu Listasafnsins á Akureyri  í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Verksmiðjan er afar hrátt húsnæði og skapar þar af leiðandi heillandi umgjörð um þessa tegund myndlistar. Vídeóverk hafa ekki verið áberandi í safneign Listasafnsins en á síðustu árum hefur orðið þó nokkur breyting þar á.

 

Sýningin er liður í því að sýna verk úr safneigninni í nýju ljósi og er unnin í samvinnu Listasafnsins og Verksmiðjunnar á Hjalteyri.

Ine Lamers, NOT SHE, 2005.

08.07- 23.07   ROAD MOVIE 

CATHERINE BAY

 

Kvikmyndin Road Movie fyllir flokk gjörninga og dansverka um karakterinn Mjallhvíti sem að Catherine og samstarfsfólk hennar hafa unnið að síðan 2002.

Listakonan skerpir og fágar listræna nálgun sína að heimi þar sem að að karakter Mjallhvítar hefur sloppið frá táknmynd sinni og tekur aftur yfir hugarheim okkar.

 

Catherine Bay býr og starfar í París, hún lærði dans og síðar leiklist við Jacques Lecoq skólann.

17.06 / 01.07    FIVE WORKS

 

 

 

Verksmiðjunni á Hjalteyri kynnti Daniel Gustav Cramer fimm verk. Hvert og eitt dregur upp mynd af og sértekur ákveðið landslag, Carrara og Lígúríu hafið á Ítalíu, Katherine í norðan-verðri Mið-Ástralíu og Troodos fjöllin á Kýpur. Frá sjónarhorni Daniels er landslagið bæði skúlptúrísk form og geymir sameiginlegs minnis, óbilgjarnt á tímum. Daniel sýndi textaverk, kvikmynd, hljóðinnsetningu og víðlent  « site specific » skúlptúrverk 100 járnhluta sem að  dreifðust frá Hjalteyri og til Akureyrar.

 

 FIVE WORKS   TEXTI í PDF formi

 

Daniel Gustav Cramer er fæddur í Neuss, Þýskalandi. Hann nam myndlist við Royal College of Art í London.

Helstu sýningar á liðnum árum eru Documenta 13, Kassel, Kunsthaus Glarus, Sviss, Cuenca Biennale, Ekvador, MNMN Mónakó, Kunstahalle Mulhouse, Frakkland, Kunstahalle Lissabon, Portúgal, Kunstverein Nünberg, Þýskaland. Síðar á árinu verða verk eftir hann sýnd í Entree í Bergen, Greynoise í Dubai og Sies+Höke í Düsseldorf.

 

http://www.danielgustavcramer.com

DANIEL GUSTAV CRAMER

 

01.05 / 11 .06   HOLA / HOLE

                           Árni Páll Jóhannsson, Mina Tomic, Klængur Gunnarsson, Ólöf Helga Helgadóttir og Sindri Leifsson

 

                        Sýningarstjórar: Klængur Gunnarsson Og Sindri Leifsson

 

 

Á sýningunni komu saman listamenn af ólíku meiði sem vinna í hina ýmsu miðla og fagna hinu margbrotna umhverfi Verksmiðjunnar. Sýningin snertir á mörgum flötum en er kannski skúlptúrísk í eðli sínu með hreyfanlegum eiginleikum sem brjóta upp hinar beinu línur.

 

08.07 / 25.07  LES SILENCES DE LA FUMÉE

                          Kyrrð reyksins

 

                                        Noël Dolla, Halldór Ásgeirsson David Zehla, Eggert Pétursson, Ragnhildur Lára Weisshappel,

                           Jean-Charles Michelet, Juliette Dumas

 

                          Sýningarstjóri : David Zehla

 

 Sýningin «Les Silences de la Fumée» var samsýning franskra og íslenskra listamanna. Listafólk mismunandi kynslóða, með skýra sýn á frumþætti náttúrunnar og hafa þá  sem meginatriði í samsetningu verka eða að  höfuðviðfangsefni.  Hvort heldur sem er eldur, grjót ellegar plönturíki  og vatn, allt myndar þetta landslag. Hlutar náttúrunnar í haldi, sem bergmálar okkar tíma. En allt er þetta  þeim skilyrðum háð  að snúast um listina og þau sem að við hana fást, en myndirnar verða alltaf 2, sú sem verður til á laun og hin sem að tilheyrir ekki lengur höfundi sínum.

artwork by Noël Dolla.

03.08 / 10.09   HVERFING / SHAPESHIFTING

                          Alex Czetwertynski, Anna Eyjólfsdóttir, Deborah Butterfield, Emma Ulen Klees, Gústav Geir Bollason,

                              Hunter Buck, Jessica Stockholder, John Buck, Kristín Reynisdóttir, Mary Ellen Croteau, Pétur Thomsen,

                              Ragnhildur Stefánsdóttir, Rúrí, Þórdís Alda Sigurðardóttir

 

                           Sýningarstjóri : Pari Stave, listfræðingur og sýningarstjóri í Metropolitan listasafninu í New York

 

Á sýningunni Hverfing/Shapeshifting í Verksmiðjunni á Hjalteyri mætast listamenn frá Íslandi og Bandaríkjunum til þess að skapa staðbundin innsetningarverk inn í rýmið. Verksmiðjan, saga hennar og nálægð við Norður Íshafið og náttúruna þjónar hlutverki bakgrunns en einnig ramma fyrir ný verk listamannanna, sem að tengja við stef menningarlegra og náttúrulegra gilda, en einnig yfirvofandi ógnvænlegar breytingar vegna hnattrænnar hlýnunar – áhrif þeirra og ófyrirsjáanlegar afleiðingar á samfélög, umhverfi og náttúru.

 

Sýningin var styrkt sérstakslega af Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar, Wow air og Listasjóði Dungals.