03.09 /18.09      MIRAGE

                             ERWIN VAN DER WERVE, EMA NIK THOMAS, ÞÓRA SÓLVEIG BERGSTEINSDÓTTIR

 

 

Laugardaginn 3 september kl. 14:00-17:00 opnaði myndlistarsýningin «Mirage» í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Mirage var í sýningarstjórn Þóru Sólveigar Bergsteinsdóttur en ásamt henni sýndu þau:  Erwin van der Werve og  Ema Nik Thomas. Þau vinna gjarnan með  gjörninga, vídeó og málverk. Erwin veltir fyrir sér samspili hluta í rými; Hvernig þeir skilgreina það og raða sér upp eins og dansarar á sviði. Ema  flutti gjörning sem að hún samdi út frá orðinu «mirage» og upprunalegri merkingu þess. Verk hennar lúta að nánum tengslum ímyndunar og umhverfis.Í gjörningum sínum er Þóra Sólveig að skoða gaumgæfilega stundleg tengsl við umhverfið og velur úr allt það er myndar landslag tilverunnar.

 

Erwin van der Werve is intrigued by the tension that objects and elements create in a framed space; How they define the space and make a composition, like dancers on a stage do. Painting is for me a great, or perhaps the best medium to investigate this tension between objects, because a painting can look at a scene from a certain angle or viewpoint and ultimately painting is very much about composition and creating space.

In a way a painting of a room or a landscape is for me like a freeze frame from a movie or a theatre stage where something is about to happen.

 

For this collaboration Irish artist Ema Nik Thomas is inspired by the word Mirage and its Latin roots meaning “to wonder at”. She invites us to witness and to wonder about the intimate relation between our imagination and our environment. The performance follows the simple structure of an old Irish lullaby whose intention is to soothe a child in the dark, or perhaps an adult in the face of illusion.

 

With performance Thora Solveig Bergsteinsdóttir is looking closely at relating to the environment in the moment and making choices that together create a landscape in being. It is a dialogue with self and others, space and surroundings in current moment. It is personal and universal at the same time.

01.08 / 30.08   SUMARRYK / SUMMER DUST

                          HANNELORE VAN DIJCK, ANNA RÚN TRYGGVADÓTTIR, FRANÇOIS MORELLI, MICHAELA GRILL, NICK KUEPFER

                            MATT SHANE, CHRISTEEN FRANCIS, NEIL HOLYOAK, JIM HOLYOAK, MARIANA FRANDSEN, JAY GILLINGHAM

 

Sumarryk/Summer Dust opnaði formlega laugardaginn 6. Ágúst. Í rúman mánuð störfuðu 11 listamenn frá 6 löndum  í Verksmiðjunni og í samvinnu, með hliðsjón af aðstæðum, þróuðu þau ákveðið ferli með það fyrir augum að skapa stórt sameiginlegt innsetningarverk. Í Verksmiðjunni mátti sjá og upplifa  teikningar á stórum skala, veggmyndir,  lifandi skúlptúra, vídeóverk, hljóðupptökur, tónlist og drög að heimildamynd um síldarverksmiðjuna sem að byggir á viðtölum við hjalteyringa.

Safnað var heimildum um verkefnið og viðburði því tengdu fyrir seinni tíma útgáfu.

 

 

From August 1st-31st, eleven artists from six countries  occupied the Verksmiðjan art centre, at Hjalteyri, on the Eyjafjörður fjord, northern Iceland, for a project entitled, 'Sumarryk / Summer Dust.'

Responding to the site and to one another, the artists  developed a large-scale, process-based, collaborative installation. The 'Sumarryk / Summer Dust' artists include Anna Rún Tryggvadottir (IS, drawing,) François Morelli (CA, drawing,) Matt Shane (CA, drawing, drums,) Michaela Grill (AU, video,) Mariana Frandsen (AR, photo), Nick Kuepfer (CA, recording, guitar,) Neil Holyoak (CA/US, recording, guitar,) Hannelore Van Dijck (BE, drawing,) Christine Francis (CA, drawing, bass,) and Jim Holyoak (CA, drawing.) Jay Gillingham (sculpture).

 

Inspired by the surroundings (architecture as well as nature) of the space, the video will depict the fabric of the local conditions. Shapes and surfaces of the three dimensional world will be projected on the two dimensions of the factory walls. Digital treatment will transform the field recordings and make microstructures and patterns of the environment visible. The moving images hope to expose layers of reality usually invisible to our perception. Interacting with the drawings and the music, a new audiovisual space will be created that in a permanent flow of permutation.

- Michaela Grill

 

“The flag is an original drawing, waving in the wind. Its real shadows and drawn shadows blend together. Hanging high up in the air, the drawing is surrendered to wind, rain and pollution. But even in this most fragile position, the flag weirdly keeps on being a gesture of power, and always political.”

Hannelore Van Dijck

16.07 / 29.07  THE WORLD IS AN ENIGMA

                          PIERRE COULIBEUF

 

                                        sýningarstjóri : Gústav Geir Bollasson

 

 

Laugardaginn 16 júlí kl. 14-17 opnaði  franski myndlistar og kvikmyndagerðarmaðurinn Pierre Coulibeuf  sýninguna «THE WORLD IS AN ENIGMA» Artwork: interpretation: possible universe.Sýningin  samanstóð af 5 vídeóinnsetningum: «Somewhere in between 2004/2006» Tilraunakennd mannlýsing. Í verkinu er  rannsóknum danshöfundarins Meg Stuart snúið yfir í skáldskap. Titli þess er ætlað vekja upp tilfinningu tómleika; «the Warriors of Beauty 2002/2006» sækir í leikhúsheim Jan Fabre. Völundarhúslaga   með mörgum inngöngum, þar sem að ótrúleg Ariadne í brúðarkjól ("the demon of passage" ?) leiðir og afvegaleiðir áhorfandann um framandi heim sem að einkennist af hamskiptum, stríðandi hvötum, tvöföldunum, skrumskælingu, trúarathöfnum og fjarstæðum; «A Magnetic Space 2008» innblásin af veröld kanadíska danshöfundarins  Benoît Lachambre’s, verkið fer inn á svið hins yfirnáttúrulega. Samspil  margvíslegra krafta tengir persónurnar við elementin – loft, vatn, plöntur og steina -  sem leiðir til undarlegra en eðlislægra líkamshreyfinga. Þessar persónur ferðast um segulmagnað rými þar sem að líkamstjáning tekur við af tungumálinu; «Le Démon du passage 1995/2006». Myndin er innblásin af heimi franska listamannsins og ljósmyndarans Jean-Luc Moulène. Er þetta lögreglu ráðgáta eða annars leikur ástarinnar ?… Eitthvað er um það bil að verða til á yfirborði óreiðunnar, til samræmis ókunnuglegri og torskilinni þraut sem erfiðar í áttina að lausn… ýjar að Hugmynd… teiknar upp Fígúru… Röð undarlegra tákna samtengjast í andrúmslofti (falskrar) fjársjóðsleitar… Einhverskonar myndletur birtist hingað og þangað, tengist óvænt og dregur upp Fígúrur á hreyfingu...Hefðbundnar fagurlista kategoríur (andlitsmynd, landslag, nekt, kyrralíf) með hverju Jean-Luc Moulène vanalegast hugsar upp myndir sínar, eru túlkaðar að nýju í kvikmyndinni . Einnig var sýnd sérstaklega kvikmyndin «Crossover 2009» með Ernu Ómarsdóttur og PONI.

 

Kvikmyndaverkið - sem líking - er handahófskennd umritun á innri sýn. Eins og birtingarmynd  hugsunar, afurð hverfulla krafta. Í skapandi sýn er brotum  raunveruleikans raðað saman. Heimurinn er lygi. Kvikmyndaverkið býr til heim. Heimurinn sem að kvikmyndaverkið kallar fram er ekki uppfærsla á raunveruleikanum heldur endurvarp hans.

 

Raunveruleikinn er ekki lengur eitthvað auðþekkjanlegt, hughreystandi. Þvert á móti. Í gegnum þessi verk miðar sýningin að því að benda á hversu tengsl manneskjunnar við heiminn geta verið torráðin, og heimurinn sjálfur óviss, dularfullur og erfiður að henda reiður á. Kvikmyndaverkið, langt frá því að þykjast gefa heiminum merkingu, getur eingöngu bergmálað undarlegan kunnugleika.

Sérhvert verk sem að var  á þessari sýningu reynir að líkja eftir þankagangi, hvöt eða viðhorfi, umhugsun og umorðun, tilfinningu eða uppnámi; með öðrum orðum, líkja eftir ( miðla ) ósýnilegum geðshræringum.

 

 

The film work — as a simulacrum — is a random transcription of an inner vision. Like an externalization of thought, a product of fleeting intensities. An imaginary gaze brings together fragments of reality. The world is a lie. The film work invents a world. The world suggested by the film work is not a representation of reality but its reflection.

The film work doesn’t tell a story but 'develops a series of states of mind which are deduced one from another as thought is deduced from thought without this thought reproducing the reasonable series of facts'. (Antonin Artaud, A propos du cinéma).

 

Reality is no longer something familiar, reassuring. On the contrary.

Through these works, the exhibition aims to suggest that the relationship of Man to the world can be sensed as problematic, and the world itself as uncertain, enigmatic and elusive. The film work, far from pretending to give meaning to the world, can only echo a strange familiarity.

Each work proposed in this exhibition project tries to simulate a mindset, an impulse or attitude, a turn of thought and circumlocutions, a feeling or sensation; in other words, simulatin (communicating) an invisible agitation.

 

Concepts:

Simulacrum, fiction, doubling, change of identity, becoming (and not history), passage (from one universe to another, from one form to another), work as reflection of reality (and not representation), repetition and change, instant (and not continuity), vagueness, still image/moving image, mise en abyme.

 

C’est une expérimentation. C’est la confrontation de l’image fixe et de l’image en mouvement, la photographie et le cinéma. Le problème pour moi est toujours le même : il est dans cette idée du passage - passage d’une discipline à une autre, d’un protocole à un autre, d’une vision à une autre... Quel était le projet ? Reconstruire, au moyen d’une fiction cinématographique, la chaîne d’images mentales qui fait surgir les images du photographe.

 

This is experimentation, the confrontation of the fixed image with the image in motion, the photograph and cinema. For me, the problem is always the same: it is in this idea of passage—going from one discipline to another, from one protocol to another, from one vision to another... What was the project? Reconstructing, by means of a film fiction, the chain of mental images triggered by the photographer’s images.

PIERRE COULIBEUF

 

13.06 / 21.06   RÍFA KJAFT

 

 

 

 

                          umsjón:  Guðrún Pálína Guðmundsdóttir

 

Laugardaginn 11. júní kl. 14-17 opnaði myndlistarsýningin «Rífa kjaft», í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Þetta var sýning listakvenna einvörðungu, en titillinn yfirlýsing  þess  að vera staðföst og sjálfri sér trú - láta ekkert hindra sig þó á móti blási.

Þátttakendur eru búsettir á Íslandi og í Þýskalandi, íslenskir og erlendir og á ýmsum aldri, sú yngsta fædd 1990 og sú elsta 1950. Viðfangsefnin og miðlarnir sem notast var við  margvíslegir. Á opnuninni var Anna Sigríður Sigurjónsdóttir með gjörning.

 

Wer schloss die Tür? (Hver lokaði dyrunum?) Wer hörte sie schreien? (Hver heyrði þau öskra?) Wie lang war ein Tag ohne Licht? (Hversu langur var birtulaus dagur?) Þessar áleitnu spurningar ásamt mörgum öðrum prýða hið alræmda Hús 3 í Prenzlauer Allee í Pankow, í fyrrum austur-Berlín. Listamaðurinn Karla Sachse vann samkeppni um listaverk við þessa byggingu árið 2005. Húsið var byggt sem sjúkrahús og þjónaði sem slíkt til 1933. Í maí 1945, við stríðslok tók sovéska leyniþjónustan sér búsetu þar og útbjó fangelsi og pyntingarstað. Seinna notaði austur-þýska leyniþjónustan, Stasi, bygginguna sem fangelsi og síðar skrifstofu.

Ekki líkaði öllum við þessar spurningar sem stungu óþægilega á kýlum fortíðarinnar. En þrátt fyrir að fyrrum meðlimum Stasi hafi ekki verið skemmt og þeir beitt sér af þunga fyrir því að láta fjarlægja verkin, þá stóð Karla fast á sínu og eru verkin þar ennþá í dag, óáreitt. Segja má að Karla hafi þarna rifið kjaft við fyrrum Stasimeðlimi og haft betur. Á þessu byggir titill þessarar fyrstu „kvennasýningar“ sem haldin er í Verksmiðjunni á Hjalteyri.

 

Hlutverk listar er margskonar; sumt er til skrauts en annað eflir andann, sumt spyr gagnrýninna spurninga og annað eflir vitundarvakningu. Slík list er oft þyrnir í augum vissra valdhafa, en hún er víðtæk og oft mjög áhrifarík. List    getur, eins og táknmál, höfðað beint til vitsmuna og tilfinninga án fullrar meðvitundar áhorfandans, sem er einmitt svo áhrifaríkt, og einnig verið hættuleg sé hún ekki notuð í góðum tilgangi. Þannig hafa einræðisherrar gjarnan nýtt ákveðna tegund listar sem áráðurstæki og bannað annað.

 

Hér verður gerð grein fyrir þátttakendum sýningarinnar og af hverju undirritaður sýningarstjóri valdi viðkomandi listamenn, sem sjaldnast hafa verið áberandi með politíska list. Það er heldur ekki hugmyndin að þessari sýningu að vera endilega politísk, miklu frekar ar vera staðföst og sjálfri sér trú, í því sem gert er, sama þó að á móti blási og dæmið um Körlu Sachse er þannig fyrirmyndin og byggir titillinn á því. þátttakendur eru á mismunandi aldri og búsettir á ólíkum stöðum og þekkjast ekki allir.

G. Pálína Guðmundsdóttir

 

 

Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, Karla Sasche, Sara Björg Bjarnadóttir

Hekla Björt Helgadóttir, Anna Sigríður Sigurjónsdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir

Véronique Legros, Kristín Reynisdóttir, Ólöf Benediktsdóttir.

 

07.05 / 28.05   STINGUR Í AUGUN »  nr 1, nr 2 og nr 3

 

 

 

 

 

 

 

 

 

                          umsjón: KAKTUS *

 

Hópurinn  á bak við listarýmið Kaktus í Listagilinu á Akureyri dvaldi í Verksmiðjunni á Hjalteyri allan maímánuð 2016 og stóð fyrir nýrri sýningaropnun um hverja helgi.  Þau opnuðu fyrst þeirra eigin sýningu sem að áfram tók breytingum og stækkaði, enda  fluttu Kaktus meðlimir vinnustofur sínar tímabundið í Verksmiðjuna.  Nr.2 í röðinni var sýningin «Norðlenskir listamenn» og að lokum «Fullorðið fólk», en þá leituðu fimmtán útskriftarnemar úr Listaháskólanum norður, á vit ævintýranna. Sýningarverkefninu var slúttað 28 maí með Listahátíðinni Ym, sem var blanda af tónlist, innsetningum, gjörningum og vídeólist.

 

 

* Listahópurinn Kaktus samanstendur af sex ólíkum listamönnum, en það eru Anne Balanant, Áki Sebastian Frostason, Brák Jónsdóttir, Freyja Reynisdóttir, Hekla Björt Helgadóttir og Jónína Björg Helgadóttir. Þau stofnuðu saman lista- og menningarýmið Kaktus í mars árið 2015, en þau reka rýmið í sameiningu ásamt því að hafa sýnt saman

Fritz Hendrik IV, Snædís Malmquist, Berglind Erna Tryggvadóttir, Sara Ósk Rúnarsdóttir, Hjálmar Guðmundsson, Harpa Finnsdóttir, Hildur Ása Henrýsdóttir, Indriði Arnar Ingólfsson, Rúnar Örn Marinósson, Kristín Helga Ríkharðsdóttir, Gylfi Freeland Sigurðsson, Salvör Sólnes, Geirþrúður Einarsdóttir, Katrín Helena Jonsdóttir, Árni Jónsson, Jón Laxdal, Arnar Ómarsson, Hlynur Hallsson, Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Ívar Freyr Kárason, Heiðdís Hólm, Lefteris Yakoumakis,Joris Rademaker, Vikar Mar, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, Arnfinna Björnsdóttir, Anne Balanant, Áki Sebastian Frostason, Brák Jónsdóttir, Freyja Reynisdóttir, Hekla Björt Helgadóttir og Jónína Björg Helgadóttir

 

DAGSKRÁ MÁNAÐARINS:

--------------------------------------------------

07. - 08. maí Kaktus - Stingur í augun

 

14. - 15. maí Norðlenskir listamenn í bland við Kaktus

 

21. - 22. maí Fullorðið fólk, lokaársnemar úr Listaháskóla Íslands

 

28. maí Listahátíðin Ymur, sem er bland af tónlist, innsetningum, gjörningum og vídeólist.

 

 

 

 

Ymur er tilraunakennd 12 tíma hljóð.lista.hátíð  sem stefnir að því að virkja öll skynfæri og skapa fjölbreytta og spennandi upplifun fyrir gesti og þátttakendur að kostnaðarlausu. Ymur er jafnframt 4. viðburðurinn undir formerkjum listahópsins Kaktus á sýningunni < stingur í augun > í Verksmiðjunni á Hjalteyri.

 

//Ymur is an experimental 12 hour sound.visual-art.festival located in a former herring factory turned exhibition space/venue in Hjalteyri. The festival aims to enable all the senses and create a varied and exciting experience for visitors and participants, free of charge. Ymur is also the fourth and last event, belonging to a series of openings under the name < stingur í augun > organized by the Kaktus group, now inhabiting the factory in Hjalteyri.