2012

2013

2011

04.08 / 26.08      COLLABORATION_ 5 / SAMSTARF_5

                               ANTON BOSNJAK / BEATE ENGL / LEONIE FELLE / SANDRA FILIC /

                                 MAXIMILIAN GEUTER / ELIAS HASSOS / ALEXANDER STEIG / THOMAS THIEDE

 

                               sýningarstjórar: Hlynur Hallsson, Beate Engl, Thomas Thiede og Alexander Steig

 

 

Verkefnið COLLABORATION_ (SAMSTARF_) www.collaboration-project.de var sett saman árið 2008 af listamönnum frá München í Þýskalandi undir stjórn Thomasar Thiede.  Það byggir á því að kynna listamenn frá München á alþjóðlegum vettvangi og koma á samstarfi við aðra listamenn víðsvegar um heim. Sýningarnar COLLABORATION_5 / SAMSTARF_5 voru settar upp í GalleríBOXi / Sal Myndlistarfélagsins og í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Á þessum sýningum gaf að líta verk sem sérstaklega eru gerð fyrir þessa ólíku sýningarstaði með aðstoð íslenskra listamanna. Samstarf og samvinna eru mikilvægir þættir í vinnu listamannanna.

 

 

28.06 / 29.07      FJÖGUR TILBRIGÐI VIÐ STEMNINGU

                              ELVAR MÁR KJARTANSSON/ HANNA CHRISTEL SIGURKARLSDÓTTIR

                                HELGI ÖRN PÉTURSSON / ÞÓRUNN EYMUNDARDÓTTIR

 

 

Listamennirnir Elvar Már Kjartansson, Hanna Christel Sigurkarlsdóttir, Helgi Örn Pétursson og Þórunn Eymundardóttir helguðu sér rými í Verksmiðjunni á Hjalteyri  í lok júní 2012 þegar sýningin þeirra Fjögur tilbrigði við stemningu opnaði, nánar tiltekið fimmtudaginn 28. júní. kl. 17:00

Listamennirnir hafa unnið margoft saman að ýmsum verkefnum, m.a. sýningum, kennslu og tónleikum. Listamennirnir vinna í fjölbreytta miðla og sýningin  samanstóð af skúlptúrískum verkum sem kölluðust á hvert við annað. Ljós og hljóð eru inngróinn hluti af verkum þeirra, bundu þau saman í eins konar innra samtali í víðum geimi Verksmiðjunnar.