2010

2011

2009

31.07 / 05.09     FINNUR  KELI  KRISTJÁN

                             FINNUR ARNAR OG KRISTJÁN STEINGRÍMUR myndlistarmenn og ÞORKELL ATLASON tónskáld

 

 

 

Efniviður sýningarinnar var sóttur í verksmiðjuna og umhverfi hennar en listamennirnir dvöldu um tíma í húsbíl á Hjalteyri við undirbúning sýningarinnar. Þannig unnu þeir með staðinn og sköpuðu hljóðheim og innsetningu sem myndaði heild í sýningarsölum verksmiðjunnar. Hver og einn mætti með sínar hugmyndir sem þróaðar voru í samvinnu. Sýningin endurspeglaði vel vinnuferlið og mynduðu verkin eina heild í salarkynnum verksmiðjunnar. Auk þess frömdu þeir gjörning við opnun sýningarinnar þar sem húsbíllinn var hluti af gjörningnum.

 

05.06 / 10.07             DIETER ROTH AKADEMÍAN

                                         ELÍN ANNA ÞÓRISDÓTTIR  / ANN NOËL  / MALCOM GREEN  /BIRTA JÓHANNESDÓTTIR / KARL ROTH

                                         SOLVEIG THORODDSEN  / ÞÓRARINN INGI JÓNSSON / JEANNETTE CASTIONI / HARPA BJÖRNSDÓTTIR

                                         AÐALHEIÐUR S. EYSTEINSDÓTTIR / MAGNÚS ÁRNASON / FINNUR ARNAR  / GUNNHILDUR HAUKSDÓTTIR

                                         ARNAR ÓMARSSON  / ANDREA TIPPEL  / ERIKA STREIT  / RUT HIMMELSBACH / RÚNA ÞORKELSDÓTTIR

                                         HENRIËTTE VAN EGTEN / JAN VOSS / SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR /  DADI WIRZ  / KRISTJÁN GUÐMUNDSSON

                                         BJÖRN ROTH  / ODDUR ROTH  / ÞÓRARINN BLÖNDAL / ÍRIS ÓLÖF SIGURJÓNSDÓTTIR  / SIGRÍÐUR TORFA-

                                         DÓTTIR TULINIUS / MARTIN ENGLER / VILBORG DAGBJARTSDÓTTIR  / GUNNAR MÁR PÉTURSSON

                                         MARTIJN LAST / GUNNAR HELGASON / AVANTI ÓSK PÉTURSDÓTTIR / PÉTUR KRISTJÁNSSON / EGGERT

                                         EINARSSON / BEAT KEUSCH / GERTRUD OTTERBECK  / REINER PRETZELL / EINAR ROTH / STEINUNN SVAVARS-

                                         DÓTTIR  /ÞÓRUNN SVAVARSDÓTTIR / HALLDÓR ÁSGEIRSSON  / AÐALHEIÐUR BORGÞÓRSDÓTTIR  / ÁSGEIR

                                         SKÚLASON.

 

Dieter Roth Akademían (DRA), var stofnuð í minningu Svissnesk/þýska listamannsins Dieter Roth í maí árið 2000, tveimur árum eftir að hann lést. Upphaflega voru það vinir, samstarfsmenn og fjölskylda Dieter Roth sem komu saman og ákváðu að láta hugmyndir hans um akademíu verða að veruleika. Samtök eða félagsskap þar sem listamenn og annað gott fólk kæmi saman, sýndu verkin sín, hjálpuðust að, miðluðu þekkingu og létu almennt gott af sér leiða.

Stofnendurnir/prófessorarnir bjóða öðrum listamönnum þátttöku ýmist sem nemendum eða prófessorum, allt eftir reynslu þeirra og þekkingu. Akademían er ekki stofnun og hefur engan rekstur og enga skriffinnsku. Það má kalla það fyrstu lexíuna í akademíunni að alla skipulagningu og pappírsvinnu sem fylgir því að komast í samband við prófessorana víða um heim verða nemendur að sjá um sjálfir.

Í dag eru nokkrir tugir meðlima í DRA. víða um Evrópu, í Kína, Ungverjalandi, Íslandi og Nýju Mexíkó, sem hittast árlega og halda ráðstefnu um listir. Samfara ráðstefnunum eru myndlistasýningar, fyrirlestrar, gjörningar og listasmiðjur. Þungamiðjan í öllu saman eru verk Dieter Roth, heimspeki hans og lífskraftur.